Beint í efni

Blómin frá Maó

Blómin frá Maó
Höfundur
Hlín Agnarsdóttir
Útgefandi
Ormstunga
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Bókin hefst inni í pottaskáp í Drápuhlíð í janúar 2009. Húsráðandinn, Sigurborg Eyfjörð, leitar þar að hentugum dalli til að lemja á Austurvelli þegar síminn hringir. Tvær ungar stúlkur frá Miðstöð munnlegrar sögu eru á leiðinni til hennar með upptökutæki til að forvitnast um ótrúlega fortíð hennar í Asparsamtökunum. Sagan berst alla leið austur til Kína þar sem örlög söguhetjunnar ráðast.

Úr bókinni

Aldrei hringdi ég í kórstjórann og aldrei fór ég í júdó, en hélt göngu minni ótrauð áfram með Má formanni sem hrósaði mér óspart fyrir framfaraskrefin með hverri vikunni sem leið í leshringnum. Formaðurinn hafði sérstaklega orð á því hvað ég tæki vel við kenningunni og væri flink að setja hana í samhengi við ríkjandi þjóðfélagsástand. Enginn vafi léki á því að einstakur stéttaruppruninn væri þar að verki þótt hvorug þeirra Eyfjörðmæðgna væri sérstaklega stéttvís. Ég varð því snemma uppáhald formannsins og það leið ekki á löngu þar til hann vildi prófa pólitíska hæfni mína.
   Fyrsta stóra verkefni mitt var að ræða á útifundi Aspar m-l gegn heimsvaldastefnu Sovétríkjanna fyrir framan sovéska sendiráðið byltingardaginn sjöunda nóvember. Már laðaðist að djúpri rödd minni og það var var gagnkvæmt, ég laðaðist að hans. Djúpar karlmannsraddir hafa alltaf sett mig út af laginu, rétt eins og djúpir bassatónar djassins. Lágri tíðninni tekst að brjótast með hægð inn í stýrikerfi sálarinnar og rugla mig í ríminu. Þannig var það með djúpa rödd formannsins, hún boraði sér inn í vitundina og settist þar að með kjarnmikilli gagnrýni á úrelt þjóðskipulag kapítalismans.
   Kjarnmikil íslenskan mín féll Finni má líka einkar vel í geð, sérstaklega kotroski tónninn sem ég erfði frá ömmu og öllu hennar kyni. Það sem gerði þó útslagið var norðlenski framburðurinn, sérstaklega fráblásnu káin, péin og téin í lok sagnorða í lýsingarhætti þátíðar að ógleymdum rödduðu samhljóðunum. Hann hafði trú á að framburðurinn einn og sér gæti lokkað fólk inn í samtökin í stórum stíl. Það höfðu svo margir Norðlendingar flutt til Reykjavíkur í atvinnuleit og þegar þeir fyndu að helstu forystumenn samtakanna væru ekki einhver burgeisabörn sem latmælgin var að drepa eða Baader-Meinhof dekurrófur í hryðjuverkauppreisn gegn eigin kjarnafjölskyldu og pakkinu í snobbhill, þá fengju þeir trú á málstaðnum og fylktu sér undir fána samtakanna sem nú skartaði verkamanni á lyftara. Fyrirmyndin var verkamaðurinn hjá Eimskipum, Ómar öreigi.

(s. 55-56)

 

Fleira eftir sama höfund

Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins

Flóttamenn

Leikritið Flóttamenn var skrifað 2011 og leiklesið 2016 í Scandinavian House á Park Avenue í New York á vegumScandinavianAmericanTheaterCompany.. .  
Lesa meira
Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins

Konur skelfa

Leikritið Konur skelfa var sýnt í Borgarleikhúsinu 1996-1997. Leikritið gerist inni á kvennasnyrtingu á skemmtistað í Reykjavík. . .  . .  
Lesa meira

Hilduleikur

Hvaða hjarta var það sem ætlaði að finna heildarlausn á framtíðarskipan hennar mála? Gaman væri að hitta það hjarta, hvar sem það sló. Það hlyti að vera stórt hjarta. Hugsa sér til hreyfings? Framhaldslíf?
Lesa meira
hátt uppi við norðurbrún kápa

Hátt uppi við Norðurbrún

Adda þoldi ekki þessa klökku harmþrungnu rödd konunnar sem léði talhólfinu rödd sína. Þetta var fullkomin höfnun, enginn hringdi inn á talhólfið þegar maður þurfti mest á því að halda.
Lesa meira
að láta lífið rætast kápa

Að láta lífið rætast

Þetta er trúnaðarbréf Hlínar Agnarsdóttur til lesenda. Á opinskáan og einlægan hátt segir hún frá sextán ára sambúð með manni sem glímdi við alkóhólisma öll helstu manndómsárin og dó langt fyrir aldur fram úr krabbameini.. .  
Lesa meira
Yfirsjónir

Yfirsjónir

Yfirsjónir er „sagnasveigur um hrollvekjandi nánd“ sem einvörðungu kemur út á Storytel. Í sögunum, sem eru tengdar smásögur, er fjallað um samskipti kynjanna og í þeim öllum er einhvers konar ofbeldi í spilunum.
Lesa meira
einlífi kápa

Einlífi

Samt þráðum við vin, gáfaðan vin, sem væri í djúpu sambandi við eigin tilfinningar, skemmtilegan vin og síðast en ekki síst sem byggi yfir andlegum og líkamlegum kynþokka.
Lesa meira
meydómur kápa

Meydómur

Krakkahópnum á leikvellinum finnst hún ægilega hlægileg með gleraugu, svona óskaplega lítil stelpa á ekki að vera með gleraugu. Það eru bara gamlir karlar og kerlingar sem eru með gleraugu. Hún er kerlingarbarn. Henni finnst hún því eldast langt fyrir aldur fram, ekki vera eins og hinir krakkarnir og ekki nóg með það, hún er með sjónskekkju og gleraugun hennar eru alveg ógurlega sterk.. .  
Lesa meira