Beint í efni

Allt í plati

Allt í plati
Höfundur
Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1980
Flokkur
Barnabækur

Myndir : höfundur 

Úr Allt í plati:

Krakkarnir setjast nú niður og klessa aftur augun. Þau hugsa og hugsa.
 „Mig langar mest til að vita, hvernig stríðsterturnar á Hressó eru á bragðið,“ segir Halla eftir stutta stund.
 „En mig,“ segir Eyvindur, „mig langar mest til að vita hvað er fyrir neðan hlemmana, sem eru á götunum. Kannski býr einhver þar.“
 „Þú ert nú bara ekki svo vitlaus,“ segir Halla, „þetta er góð hugmynd. Komum strax inn í þína hugsanablöðru, opnum hlemminn og förum niður um gatið.“
 Þau fara bæði niður um gatið, niður í kolsvartamyrkur. Hlemmurinn skellist á eftir þeim með miklum hávaða. BANG!!!
 Þau líta í kringum sig í myrkrinu og stirðna af hræðslu. Það er koldimmt og þau sjá ekkert nema glampandi augu allt í kringum sig. Þau halda dauðahaldi hvort í annað, skelfingu lostin. Smám saman venjast augu þeirra myrkrinu og þau fara að sjá undarlegar verur alls staðar í kringum sig.

Fleira eftir sama höfund

Teitur tímaflakkari

Lesa meira

Steinhjartað

Lesa meira

Teitur tímaflakkari

Lesa meira

Gleymmérei

Lesa meira

Sól skín á krakka

Lesa meira

Draugasúpan

Lesa meira

Drekastappan

Lesa meira

Herr Guðmundur får et brev der er vanskelig å gjenkjenne

Lesa meira

Eyja Sólfuglsins

Lesa meira