Beint í efni

Eyja Sólfuglsins

Eyja Sólfuglsins
Höfundur
Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Barnabækur


Þriðja bókin í seríu, hinar fyrri eru Eyja Gullormsins (2006) og Eyja Glerfisksins (2007).

Um bókina:

Á Eyju Sólfuglsins, þar sem sólin skín og íbúarnir svífa um á fljúgandi teppum, virðist allt með felldu en hin þríeygða Trína veit betur. Og hún veit líka hvert er best að leita eftir aðstoð.


Úr Eyju sólfuglsins:

Hún hleypur eins og hún eigi lífið að leysa. Áfram og áfram á ógnarhraða. Allt í kring loga eldarnir. Síða pilsið þvælist fyrir henni og það hringlar í litla málmhylkinu sem hún ber í bandi um hálsinn. Þegar hún lítur um öxl sér hún engan en er þó viss um að einhver er á hælunum á henni. Ef henni bara tekst að sleppa gegnum þrjú hlið til viðbótar er hún komin alla leið. Þrjú logandi op.

Hún stekkur nú gegnum eitt þeirra og finnur sér til skelfingar að brennheitir logarnir strjúkast við hana. En þeir ná henni ekki alveg. Ekki í þetta sinn. Næsta hlið er þrengra og nú læsir lítill neisti sig í pilsið. Henni tekst með naumindum að slökkva glóðina áður en eldurinn blossar upp. Þá er aðeins síðasta hliðið eftir. Það erfiðasta. Opið er lítið og það skíðlogar allan hringinn. Stúlkan hægir ferðina, dregur djúpt andann og smeygir sér svo leiftursnöggt gegnum logana. Svolítil sviðalykt gýs upp um leið og hún smýgur í gegn en nú er hún sloppin! Eða hvað?

Trína flýtur sér heim og hvolfir úr hylkinu. Sjö smásteinar skoppa úr því og lenda á borðinu. Hún raðar þeim upp fyrir framan sig. Hvernig á röðin nú að vera? Tveir steinanna eru hvítir og aðrir tveir eru kolsvartir og gljáandi. Einn þeirra er skínandi blár með gylltum flekkjum, einn gulur og illa lyktandi og sá sjöundi er eldrauður. Hún flettir up í bókinni og dregur beittan hníf upp úr skúffu. Nú þarf að rista ráknin á þá. Sjö mismunandi tákn, eitt fyrir hvern stein. Það er vandaverk að gera þau nákvæmlega eins og þau eru í bókinni.

Eldurinn í arninum varpar bjarma á steinana og lýsir um leið upp andlit stúlkunnar. Skuggarnir hreyfast til og frá þegar loginn flöktir og það glampar undarega á öll þrjú augu hennar.

Hún hefur rétt lokið við síðasta táknið þegar hún heyrir þrusk utan við dyrnar! Trína sópar steinunum saman í óðagoti. Hún lítur í kringum sig en kastar svo bæði bókinni og steinunum beint inn í eldinn! Neistarnir fljúga í allar áttir og steinarnir glóa eitt augnablik. Svo verða þeir allir kolsvartir og mattir af sóti og eldurinn slokknar. Reykurinn sem gýs upp lyktar undarlega og táknin sjást ekki lengur. Þau eru með öllu horfin.

(5-7)

Fleira eftir sama höfund

Teitur tímaflakkari

Lesa meira

Steinhjartað

Lesa meira

Teitur tímaflakkari

Lesa meira

Gleymmérei

Lesa meira

Sól skín á krakka

Lesa meira

Draugasúpan

Lesa meira

Drekastappan

Lesa meira

Herr Guðmundur får et brev der er vanskelig å gjenkjenne

Lesa meira

Allt í plati

Lesa meira