Úr bókinni:
Tilhugalífsvetur
Í tilhugalífinu snjóar, snjónum kyngir niður
við kveikjum á kerti og spilum á spil
lesum hvort fyrir annað í rúminu á kvöldin
snjórinn dansar og þyrlast
við leiðumst einsog börn
við leiðumst niður á botn sundlaugarinnar
og leiðumst á nóttunni þegar við sofum
hann hellir uppá kaffi og mokar snjóinn af tröppunum
við förum allt saman
út í búð og til læknis og í strætó
hann býður mér í strætóskýlið
þar sem hann talar við guð
og það snjóar
og hann kallar svefnherbergið mitt
ástarloftið