Myndir : höfundur
Úr Eins og í sögu:
Sigvaldi og krakkarnir setjast niður í baðstofunni hjá Þjóðhildi. Þau rabba saman um alla heima og geima. Þjóðhildur segist hafa frétt af Lofti lyftuverði, en Eyvindur, Halla og Sigvaldi höfðu lent í slagsmálum við hann. Þau slagsmál enduðu á þann veg að Loftur var bundinn við stóra vísinn á klukkunni í kirkjuturninum og skilinn þar eftir.
„Já, ég hef fengið fréttir af Lofti og þær eru ekki góðar fréttir fyrir ykkur“ segir Þjóðhildur „það er nefnilega þannig að Loftur á vin, sem er DREKI!!!
„Drekinn kom fljúgandi og brenndi sundur snærið, sem þið bunduð karlfauskinn með. Og nú eru þeir Loftur og drekinn að leita ykkar og ætla að hefna sín!!