Beint í efni

Fimmburarnir hennar Elínóru

Fimmburarnir hennar Elínóru
Höfundur
Guðjón Sveinsson
Útgefandi
Mánabergsútgáfan
Staður
Ár
2003
Flokkur
Barnabækur

Úr Fimmburarnir hennar Elínóru:

Nonni! Elínóra er búin að eignast fimmbura! kallar Lillý um leið og hún hendist inn úr eldhúsdyrunum. Ég sit við eldhúsborðið með stírur í augum og er að burðast við að koma ofan í mig hafragraut. Það gengur ekki vel. Mamma greip sykurkarið af borðinu og læsti það inni í búri áður en hún fór að sinna hænsnunum. Um leið og hún hvarf út úr dyrunum sagði hún skýrt og skorinort: Þú veist vel að þú átt ekki að strá sykri á grautinn. Það er óhollt og slæmt fyrir tennurnar. Þú getur vel borðað hann án þess að þekja hann þykku sykurlagi. Vegna þessarar ádrepu er ég grútspældur. Það bitnar á Lillý, því ég svara eins kuldalega og mér er unnt: Hvaða húrrandi er þetta? Ertu ekki alveg eðlileg? Jú, auðvitað en Elínóra ... Ekki þekki ég neina Elínóru. Er það kannski frænka þín eða langamma! segi ég og hlæ svo grauturinn frussast fram á eldhúsborðið. Lillý er að sunnan, sumardvalarbarn í frambænum. Hún er systurdóttir konunnar sem býr þar. Hún heitir ekki Lillý, heldur Ágústa Ragnheiður Rósamunda, en oftast kölluð Lillý - sem betur fer.

(s. 5-6)

Fleira eftir sama höfund

Húmar að kvöldi

Lesa meira

Glaumbæingar samir við sig

Lesa meira

Glaumbæingar á ferð og flugi

Lesa meira

Grallaraspóar og gott fólk

Lesa meira

Glatt er í Glaumbæ

Lesa meira

Hamingjublómin

Lesa meira

Hljóðin á heiðinni

Lesa meira

Leyndardómar Lundeyja

Lesa meira

Loksins kom litli bróðir : Saga fyrir börn

Lesa meira