Úr Hamingjublómunum:
Í miðju þorpsins stóð forkunnar fagurt hús með súlnagöngum mót suðri og í garðinum var gosbrunnur og blómaskáli. Hér hlaut að búa hamingjusamt fólk. Ekki var dýrðin minni innan dyra. Allt fótatak drukknaði í flosmjúkum teppum. Málverk meistaranna prýddu veggi, glitrandi ljósakrónur trónuðu yfir borðum, stórir skápar voru fullir af forgylltum bókum, útskorin húsgögn stóðu þar í óhagganlegum virðuleik og í loftinu sveif framandi ilmur ættaður austan úr löndum, þar sem fólk hefur öðlast yfirnáttúrulega visku.
(s. 11)