Beint í efni

Gullfossinn

Gullfossinn
Höfundur
Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Sóldís og Sumarliði eru önnum kafin við að finna not fyrir allt tæknilega dótið sem leyndist í koparegginu úr fortíðinni: síma, rafhlöður, ritvél og fleira spennandi. Og margt annað er á seyði. Dularfull stelpa heldur af stað eftir leynigöngum, slúðrandi fréttahaukur hoppar um á priki, sauðmeinlaus sölumaður setur upp verslunarmiðstöð og rustarnir í dalnum leita allra leiða til að endurheimta völd sín.

Gullfossinn er framhald framtíðarsagna Sigrúnar Eldjárn, Silfurlykilsins og Kopareggsins

Úr bókinni

Karítas stendur nú kyrr og lýsir allt í kringum sig. Það er erfitt að gera sér í hugarlund að hér hafi einhvern tímann búið fólk. Hún reynir að sjá fyrir sér hvernig húsið var áður en veggirnir hrundu og gróðurinn fór að vaxa inn í gegnum allt.

  Í hvaða herbergi skyldi langamma hafa fundið mig? hugsar hún. Hana langar að finna þann stað og athuga hvort hún muni eftir einhverju ... hvort hún sjái eitthvað sem máli skiptir ... hvort hún finni sjálfa sig. Þegar hún lýsir niður fyrir sig sér hún sprungnar gólfflísar. Ætli hún hafi kannski setið á þeim og bablað þegar langamma fann hana?

  Karítas stígur yfir þröskuld og finnur nú fúnar gólffjalir undir iljum sér. Hún lýsir með litlu sólinni en sér ekkert annað en veggjabrot, fúnar spýtur og villtan gróður.

  Æ, þetta er vonlaust! Líklega er sama hvað ég snuðra um hér uppi, ég mun ekki komast að því hvað gerðist eða hverjir skildu mig eftir ... það er orðið svo langt síðan.

  Karítas andvarpar og býr sig undir að klöngrast aftur til baka. En þá stígur hún á gólfborð sem er svo grautfúið að fóturinn fer í gegn. Hún missir jafnvægið og fellur á hnén en um leið lýsir ljósgeislinn niður í gegnum rifur í gólfinu. Þar sér hún eitthvða skrítið!

(s.59-60)

Fleira eftir sama höfund

Teitur tímaflakkari

Lesa meira

Steinhjartað

Lesa meira

Teitur tímaflakkari

Lesa meira

Gleymmérei

Lesa meira

Sól skín á krakka

Lesa meira

Draugasúpan

Lesa meira

Drekastappan

Lesa meira

Herr Guðmundur får et brev der er vanskelig å gjenkjenne

Lesa meira

Eyja Sólfuglsins

Lesa meira