Beint í efni

Hefurðu farið á hestbak?

Hefurðu farið á hestbak?
Höfundur
Anna Dóra Antonsdóttir
Útgefandi
Æskan
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Barnabækur


Af bókarkápu:
Mummi er tólf ára borgarbarn. Hann kynnist ævisagnaritara sem fær áhuga á að skrá sögu hans. Árangurinn af því samstarfi verður þessi óvenjulega „ævisaga“, bráðskemmtileg frásögn af Reykjavíkurpilti sem býr einn með móður sinni. Margt er hverfult í lífi hinna fullorðnu og erfitt fyrir ungan pilt að átta sig á þeim lögmálum sem þar ráða. En Mummi er svo heppinn að kynnast hestamanni sem fær mætur á honum. Hestamennskan verður honum ástríða og uppspretta ævintýra. Þar öðlast hann líka vináttu sem reynist honum afar dýrmæt.


Úr Hefurðu farið á hestbak?:
Gunnar er merkilegasti maður sem ég hef kynnst. Hann er merkilegri en afi sem skrifaði ævisöguna sína. Gunnar talar oft við mig tímunum saman þó að ég sé bara 12 ára en hann 45 ára.
   Þegar ég byrjaði að snúast þarna út úr leiðindum mínum var allt í einu kallað: Hvað ertu að gaufa þarna drengur?
Ha, ég, ekki neitt svo sem, svaraði ég. Komdu og haltu í hestinn fyrir mig, sagði þessi mikilúðlegi maður og rétti beislistaum í áttina til mín. Ég greip í tauminn, sagði „alveg sjálfsagt“ og hef aldrei séð eftir því.
Hann hét sem sagt Gunnar og sagði mér að hætta að gaufa en moka heldur fyrir sig hesthúsið.
Ég skal lofa þér á hestbak, sagði hann. Hefurðu farið á hestbak? Hefurðu ekki áhuga á hestum? Ertu í íþróttum? Hann spurði og spurði en beið ekki nálægt því alltaf eftir svari. Auk þess að endurtaka það sem hann segir, spyr hann oft án þess að bíða eftir svari eða þá hann svarar sér sjálfur. Mér finnst hann meiriháttar.
   Nú fór ég að læra alveg nýja námsgrein. Í stærðfræði lærði ég um flatarmál, rúmmál, óþekktar stærðir og svoleiðis. Hjá Gunnari lærði ég að skilja orð eins og gjörð, mél, stangir, járningar, hóftunga og ótal mörg fleiri. Þarna var alltaf nóg að gera á kvöldin og um helgar. Gunnar var óspar á að lofa mér á hestbak. Hann var líka óþreytandi að segja mér til, ég kunni auðvitað ekkert.

(s. 33-34)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

Brúðkaupið í Hvalsey

Lesa meira

Konan sem fór ekki á fætur

Lesa meira

Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli

Lesa meira

Hafgolufólk

Lesa meira

Bardaginn á Örlygsstöðum

Lesa meira

Þar sem skömmin skellur: Skárastaðamál í dómabókum

Lesa meira

Refir í hættu

Lesa meira

Uppskriftir stríðsáranna: matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð

Lesa meira