Beint í efni

Refir í hættu

Refir í hættu
Höfundur
Anna Dóra Antonsdóttir
Útgefandi
Adan bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Barnabækur

um bókina

Refir í hættu er lesvæn bók fyrir 7-9 ára börn. Rebbarnir sem hér eru í mikilli hættu, eiga í höggi við óvini sem eru erfiðir viðureignar. Maðurinn og náttúran eiga ekki alltaf samleið. Í lok bókar er gott að rifja efnið upp með einföldum spurningum.

Unnar Halldórsson teiknaði myndir.

úr bókinni

Refurinn...
Fribbi refur lá og teygði værðarlega úr sér í 
sólinni. Ekkert virtist geta raskað ró hans.
   -Þvílíkur hiti. Þetta er besta sumar sem ég man eftir, hugsaði hann. -Ó, að veðrið væri alltaf svona gott. Aldrei vetur og aldrei kuldi. Hversu auðvelt væri þá að lifa. Engin vandræði að afla matar handa fjölskyldunni. Og þá er nú gaman að lifa.

Læðan hans...
Nú var hann truflaður af læðunni sinni, henni Fríðu, sem kom kjagandi upp hólinn.
   -Fribbi, Fribbi, hrópaði hún. -Nú þarf ég að tala við þig. Ég þarf að segja þér hvað ég var að frétta. Ég fór í saumaklúbb og þær töluðu ekki um annað en hinar læðurnar. Það hefur sést maður með hund með sér. Ekki bara einu sinni heldur 3 daga í röð.
   -Ég get sagt þér, hélt Fríða áfram, - að þetta er haft eftir Steini gamla ref sem býr á neðsta greninu í dalnum. Hann býr einn og hefur ekkert annað að gera en fylgjast með þeim sem eru á ferðinni. Svo ég veit að þetta er satt.

Og yrðlingarnir þeirra...
Þeir voru tveir yrðlingarnir þeirra Fribba og Fríðu. Þeir lágu og bökuðu sig í sólinni eins og enginn væri morgundagurinn.
   Lúi var eldri og fór strax að leggja við hlustir þegar hann heyrði æsinginn í móður sinni. Ósa var svo ung að hún tók ekki eftir neinu sérstöku strax. Lúi bróðir hennar hnippti í hana og hún fór líka að hlusta á fréttirnar. Þau heyrðu ekki vel það sem sagt var, en heyrðu þó að mamma nefni bæði mann og hund.
   Þá skildu þau lætin í mömmu. Þótt ung væru að árum, vissu þau bæði að maður og hundur voru verstu óvinir refanna. Já, ef til vill einu óvinir þeirra.

Systkinin færðu sig nær foreldrum sínum. Þau vildu gjarnan fylgjast vel með því sem var á seyði. Fríða hélt áfram að tala og var nú orðin næstum óðamála. -Hvað ætlar þú að gera í málinu Fribbi? gargaði hún. -Ég er að segja voðafréttir og þú bara situr og gerir ekki neitt.
   -Vertu róleg læða, sagði Fribbi. -Ég hef ekki haft tíma til að gera nokkuð. Þú varst að segja mér fréttirnar núna. Síðan reis hann mjög hægt á fætur og hristi sig vel og lengi.
   -Ég ætla að ganga aðeins niður dalinn og vita hvort ég heyri meira af þessu máli. Nú, ef þetta er eins alvarlegt og þú vilt meina, þá verður að halda fund um málið. Og Fribbi lagði af stað niður dalinn rólegur og virðulegur í fasi eins og þeim einum sæmir sem valdið hefur.

(7-11)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Brúðkaupið í Hvalsey

Lesa meira

Konan sem fór ekki á fætur

Lesa meira

Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli

Lesa meira

Hefurðu farið á hestbak?

Lesa meira

Hafgolufólk

Lesa meira

Bardaginn á Örlygsstöðum

Lesa meira

Uppskriftir stríðsáranna: matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð

Lesa meira

Brennan á flugumýri

Lesa meira