Beint í efni

Heim fyrir myrkur

Heim fyrir myrkur
Höfundur
Eva Björg Ægisdóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Hin 14 ára Marsí skrifast á við strák sem býr hinum megin á landinu. En hún gerir það í nafni systur sinnar. Bréfaskiptunum lýkur með því að þau ákveða að hittast. Marsí kemst ekki til að hitta hann en þar sem þau höfðu mælt sér mót finnst blóðug úlpa systur hennar sem er horfin. Tíu árum síðar hefur þessi óþekkti pennavinur samband á ný.

Úr bókinni

Á eldhúsborðinu lá dagblað með mynd af Stínu upp í horninu á forsíðunni, líkt og það hefði verið skilið eftir fyrir mig. Ég settist niður með brauðið og kaffið og opnaði blaðið.
   Greinin um Stínu tók heila síðu og þar var mynd af okkur fjölskyldunni sitjandi í sófanum í stofunni. Mamma með ljósa hárið sitt liðað, pabbi í dökkri skyrtu og ég við hlið hans nær óþekkjanleg. Mamma hafði dressað mig upp og greitt mér fyrir heimsókn blaðamannsins svo ég var með tvær fléttur, í rúllukragabol og skokk, og minnti helst á ofvaxna smástelpu.

Flestir kannast við nafn Kristínar Karvelsdóttur sem hvarf er hún gekk heim frá vinkonu sinni að kvöldi föstudagsins 17. nóvember 1967, en blóðug úlpa Kristínar fannst við brúna yfir Hvítá aðfararnótt laugardags. Mál Kristínar er meðal þeirra sakamála sem efst hafa verið á baugi undanfarin ár, ásamt hvarfi Guðmundar og Geirfinns árið 1974.
   Foreldrar Kristínar eru þau Karvel Kristjánsson og Jónína Helga Sveinsdóttir. Þau hjónin eiga og reka eggjabúið Fjarðaregg og fuglasláturhús við Hvítársíðu í Borgarfirði. Kristín var aðeins sextán ára þegar hún hvarf og stefndi á myndlistarnám erlendis, en hún þótti efnileg myndlistarkona. Kristín hafði verið í heimsókn hjá vinkonu þegar hún ákvað að ganga heim, um tveggja og hálfs kílómetra leið. Hún lagði af stað klukkan tíu um kvöldið, en þegar hún var ekki komin heim um miðnætti fóru foreldrar hennar að hafa áhyggjur. Lögregla og hópur sjálfboðaliða tók þátt í leitinni að Kristínu og fljótlega fannst úlpan hennar við veginn skammt frá heimili hennar. Á úlpunni fannst blóð sem að öllum líkindum er úr Kristínu, og því var ljóst að einhver átök höfðu átt sér stað. Tíu árum síðar hefur enn ekkert spurst til Kristínar Karvelsdóttur.

Í greininni var því lýst á dramatískan hátt hvernig litla samfélagið lamaðist á meðan leitin hélt áfram næstu daga og vikur án þess að bera árangur.
   Ég mundi í rauninni lítið eftir þessum tíma, þó að morgunninn væri mér enn í fersku minni. Rödd pabba sem vakti mig þar sem hann sat við rúmið mitt. "Píslin mín, hvernig líður þér?"
   Höfuðið á mér var þungt og mér var flökurt þegar ég reisti mig við, en ég fann samstundis að eitthvað var að. Pabbi var ekki vanur að sitja á rúmstokknum hjá mér á morgnana og hann var enn klæddur í sömu föt og kvöldið áður.

(s. 35-36)

Fleira eftir sama höfund

Þú sérð mig ekki

Snæbergsfjölskyldan er efnamikil, voldug og virt í samfélaginu. Allt virðist leika í lyndi, en þegar stórfjölskyldan sameinast í tilefni af afmæli ættföðurins á nýju hóteli á Snæfellsnesi koma brestir í ljós. Rifið er ofan af gömlum sárum og leyndarmál fortíðarinnar leita upp á yfirborðið. Á meðan veisluhöldin standa sem hæst versnar veðrið og í gegnum hríðina heyrast skelfileg öskur. 
Lesa meira

Stelpur sem ljúga

Mál Maríönnu Þórsdóttur var Elmu enn í fersku minni. Það var sjaldgæft að ungar konur hyrfu á Íslandi og málið vakti mikla fjölmiðlaathygli á sínum tíma. Því var það líklega rétt sem Hörður sagði - nú þegar ljóst var að Maríanna hefði verið myrt yrði fjölmiðlafárið enn verra.
Lesa meira
strákar sem meiða kápa

Strákar sem meiða

Neðst var gormabók sem hlaut líka að hafa verið í eigu Mána. Hún var dökkblá og græn og á forsíðunni var mynd af trúði. Þetta var ekki skólabók. Þegar Sævar opnaði bókina sá hann að á fyrstu síðuna hafði verið skrifað stórum stöfum: Vatnaskógur. Máni reyndist ekki bara vera góður námsmaður, heldur var skriftin líka falleg og fullorðinsleg. Ártal og dagsetning hafði verið skrifað þar fyrir neðan, 8. ágúst 1995. Sævar fletti yfir á næstu síðu og las: Ég á örugglega ekkert eftir að skrifa mikið í þessa bók.
Lesa meira

Marrið í stiganum

Dagurinn hafði verið langur. Eftir líkfundinn kvöldið áður höfðu þau mætt snemma til vinnu þrátt fyrir að hafa unnið frameftir. Það var ekki oft sem lík fundust á Íslandi við grunsamlegar kringumstæður, hvað þá á Akranesi.
Lesa meira
night shadows kápa

Night Shadows

The small community of Akranes is devastated when a young man dies in a mysterious house fire, and when Detective Elma and her colleagues from West Iceland CID discover the fire was arson, they become embroiled in an increasingly perplexing case involving multiple suspects. What’s more, the dead man’s final online search raises fears that they could be investigating not one murder, but two.. .  
Lesa meira
boys who hurt kápa

Boys Who Hurt

Fresh from maternity leave, Detective Elma finds herself confronted with a complex case, when a man is found murdered in a holiday cottage in the depths of the Icelandic countryside – the victim of a frenzied knife attack, with a shocking message scrawled on the wall above him.. . At home with their baby daughter, Sævar is finding it hard to let go of work, until the chance discovery in a discarded box provides him with a distraction. Could the diary of a young boy, detailing the events of a long-ago summer have a bearing on Elma’s case?
Lesa meira
you can't see me kápa

You Can't See Me

The wealthy, powerful Snæberg clan has gathered for a family reunion at a futuristic hotel set amongst the dark lava flows of Iceland's remote Snæfellsnes peninsula.. . As the weather deteriorates and the alcohol flows, one of the guests disappears, and it becomes clear that there is a prowler lurking in the dark.. . But is the real danger inside … within the family itself?
Lesa meira
girls who lie kápa

Girls Who Lie

When single mother Maríanna disappears from her home, leaving an apologetic note on the kitchen table, everyone assumes that she’s taken her own life … until her body is found on the Grábrók lava fields seven months later, clearly the victim of murder. Her neglected fifteen-year-old daughter Hekla has been placed in foster care, but is her perfect new life hiding something sinister?. .  
Lesa meira
næturskuggar kápa

Næturskuggar

Logarnir höfðu farið illa með líkama unga mannsins og lyktin af brenndu holdi loddi enn við hann. Flíkurnar voru ennþá límdar við handleggina og fæturna og hárið hafði sviðnað af.
Lesa meira