Beint í efni

Strákar sem meiða

Strákar sem meiða
Höfundur
Eva Björg Ægisdóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð.

Elma glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst. Og á Akranesi er fólk sem vill alls ekki að sannleikurinn komi í ljós.

Hinn myrti var um fertugt og var banað með fjölmörgum hnífstungum. Elma er nýkomin úr fæðingarorlofi þegar hún fær þetta flókna mál í fangið.

Á meðan er Sævar heima í fæðingarorlofi með dóttur þeirra Elmu. Hann finnur kassa frá fyrri eigendum íbúðarinnar sem þau eru nýflutt úr þar sem meðal annars er að finna afar athyglisverða dagbók sem ungur drengur hélt á tímabili eitt sumarið í fortíðinni.

Úr bókinni

   Kassinn reyndist vera fullur af skólabókum og blöðum og Sævar áttaði sig á því hvað þetta var. Þau höfðu fundið þennan kassa uppi á lofti skömmu eftir að þau fluttu inn. Fyrri eigendur höfðu skilið hann eftir. Háaloftið var undir súð og hafði ekki verið innréttað, einangrunin ber í loftinu og burðarbitarnir berir. Þau Elma höfðu séð fyrir sér að gera loftið huggulegt og hafa þar bækur og þægilega stóla. Eins konar afkima þar sem hægt væri að sitja í ró og næði. Fyrri eigendur höfðu notað loftið fyrir geymslu og nýju eigendunum til mikillar gleði, eða þanni, skildu þeir nóg af drasli eftir. Gamlar málningadósir, afgang af parketi og flísum og alls konar drasl sem þau höfðu farið með á haugana.
   Þar á meðal var þessi kassi sem hafði slæðst með og geymdi ýmis blöð, tímarit og gömul heimaverkefni.
   Sævar tók upp blað sem lá efst og virtist vera stæðfræðipróf í algebru. Einkunnin var 9,8.
   "Vel gert," muldraði hann með sjálfum sér. Efst uppi í horninu stóð nafnið Máni. Hann þekkti engan Mána en gerði ráð fyrir að það væri barn sem einhvern tíma hefði búið í húsinu.
   Máni hafði augljóslega verið betri en hann í stærðfræði.
   Sævar tók upp næstu blöð sem voru heftuð saman. Íslenskupróf. Sneri heftinu við og sá að þar var einkunnin 9,5. Námið virtist sem sagt ekki hafa vafist fyrir þessum Mána.
   Hann setti heftið aftur niður og sá að þarna voru gömul tímarit. Hann tók upp nokkur tölublöð af Æskunni sem hann mundi vel eftir. Hafði lesið þau spjaldanna á milli á sínum tíma. Fann svo nokkur tímarit merkt Lindin sem var tímarit sumarbúðanna í Vatnaskógi. Hann fletti hratt í gegnum þau án þess að koma auga á sálm númer 594, en skoðaði fjöldamargar myndir af glaðlegum strákum og óskaði þess að hann hefði fengið tækifæri til að fara á sínum tíma.
   Neðst var gormabók sem hlaut líka að hafa verið í eigu Mána. Hún var dökkblá og græn og á forsíðunni var mynd af trúði. Þetta var ekki skólabók.
   Þegar Sævar opnaði bókina sá hann að á fyrstu síðuna hafði verið skrifað stórum stöfum: Vatnaskógur. Máni reyndist ekki bara vera góður námsmaður, heldur var skriftin líka falleg og fullorðinsleg. Ártal og dagsetning hafði verið skrifað þar fyrir neðan, 8. ágúst 1995.
   Sævar fletti yfir á næstu síðu og las: Ég á örugglega ekkert eftir að skrifa mikið í þessa bók.

(s. 57-58)

Fleira eftir sama höfund

girls who lie kápa

Girls Who Lie

When single mother Maríanna disappears from her home, leaving an apologetic note on the kitchen table, everyone assumes that she’s taken her own life … until her body is found on the Grábrók lava fields seven months later, clearly the victim of murder. Her neglected fifteen-year-old daughter Hekla has been placed in foster care, but is her perfect new life hiding something sinister?. .  
Lesa meira
night shadows kápa

Night Shadows

The small community of Akranes is devastated when a young man dies in a mysterious house fire, and when Detective Elma and her colleagues from West Iceland CID discover the fire was arson, they become embroiled in an increasingly perplexing case involving multiple suspects. What’s more, the dead man’s final online search raises fears that they could be investigating not one murder, but two.. .  
Lesa meira

Marrið í stiganum

Dagurinn hafði verið langur. Eftir líkfundinn kvöldið áður höfðu þau mætt snemma til vinnu þrátt fyrir að hafa unnið frameftir. Það var ekki oft sem lík fundust á Íslandi við grunsamlegar kringumstæður, hvað þá á Akranesi.
Lesa meira
heim fyrir myrkur kápa

Heim fyrir myrkur

Hin 14 ára Marsí skrifast á við strák sem býr hinum megin á landinu. En hún gerir það í nafni systur sinnar. Bréfaskiptunum lýkur með því að þau ákveða að hittast. Marsí kemst ekki til að hitta hann en þar sem þau höfðu mælt sér mót finnst blóðug úlpa systur hennar sem er horfin. Tíu árum síðar hefur þessi óþekkti pennavinur samband á ný.. .  
Lesa meira

Þú sérð mig ekki

Snæbergsfjölskyldan er efnamikil, voldug og virt í samfélaginu. Allt virðist leika í lyndi, en þegar stórfjölskyldan sameinast í tilefni af afmæli ættföðurins á nýju hóteli á Snæfellsnesi koma brestir í ljós. Rifið er ofan af gömlum sárum og leyndarmál fortíðarinnar leita upp á yfirborðið. Á meðan veisluhöldin standa sem hæst versnar veðrið og í gegnum hríðina heyrast skelfileg öskur. 
Lesa meira
you can't see me kápa

You Can't See Me

The wealthy, powerful Snæberg clan has gathered for a family reunion at a futuristic hotel set amongst the dark lava flows of Iceland's remote Snæfellsnes peninsula.. . As the weather deteriorates and the alcohol flows, one of the guests disappears, and it becomes clear that there is a prowler lurking in the dark.. . But is the real danger inside … within the family itself?
Lesa meira
boys who hurt kápa

Boys Who Hurt

Fresh from maternity leave, Detective Elma finds herself confronted with a complex case, when a man is found murdered in a holiday cottage in the depths of the Icelandic countryside – the victim of a frenzied knife attack, with a shocking message scrawled on the wall above him.. . At home with their baby daughter, Sævar is finding it hard to let go of work, until the chance discovery in a discarded box provides him with a distraction. Could the diary of a young boy, detailing the events of a long-ago summer have a bearing on Elma’s case?
Lesa meira

Stelpur sem ljúga

Mál Maríönnu Þórsdóttur var Elmu enn í fersku minni. Það var sjaldgæft að ungar konur hyrfu á Íslandi og málið vakti mikla fjölmiðlaathygli á sínum tíma. Því var það líklega rétt sem Hörður sagði - nú þegar ljóst var að Maríanna hefði verið myrt yrði fjölmiðlafárið enn verra.
Lesa meira
næturskuggar kápa

Næturskuggar

Logarnir höfðu farið illa með líkama unga mannsins og lyktin af brenndu holdi loddi enn við hann. Flíkurnar voru ennþá límdar við handleggina og fæturna og hárið hafði sviðnað af.
Lesa meira