Beint í efni

Kvöldið sem hún hvarf

Kvöldið sem hún hvarf
Höfundur
Eva Björg Ægisdóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Mannabein finnast á sveitabæ í Hvalfirði þar sem ekki hefur verið búið í hálfa öld. Hver kom þeim þar fyrir, hvers vegna — og hvenær? Ung einstæð móðir flytur á Akranes með ungan son sinn og fær leigða kjallaraíbúð hjá eldri manni sem virðist ekki allur þar sem hann er séður.

Lögreglukonan Elma, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, fæst hér við flókið sakamál — um leið og hún grunar Sævar, sambýlismann sinn, um að leyna sig einhverju.

Eva Björg Ægisdóttir hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin — Blóðdropann fyrir Heim fyrir myrkur. Bækur hennar koma nú út við miklar vinsældir bæði austan hafs og vestan.

Úr bókinni

Líkamsleifarnar voru af stelpu. Elma vissi ekki hvers vegna hún hafði það svona sterklega á tilfinningunni. Upp úr jarðveginum mátti aðeins greina hluta af beinagrind, ekki hvítri heldur brúnni, og hún vissi ekki hvort þetta væri mold eða einhvers konar lífvefur á beinunum. Það tók um fimm ár fyrir líkama að verða að beinagrind ef hann var grafinn án kistu en auðvitað þurfti að gera ráð fyrir ýmsum breytum; umhverfisaðstæðum og ástandi líksins. Gröfin var um hálfs metra djúp og jarðvegurinn aðallega mold, en hún vissi ekki nógu mikið til að geta sagt til um það hvort það hefði einhver áhrif. Kannski var hún svona viss um að þetta væri stelpa vegna þess að beinin virtust svo fíngerð, en líklega virkuðu allir frekar fíngerðir án alls þess sem vanalega klæddi mannabein: hold, blóð, vöðvar og fita.
   "Hvað helduru að hún hafi legið þarna lengi?" Elma áttaði sig á að hún hafði sagt hún en auðvitað gæti þetta allt eins verið hann. Þessi tilfinning var ekki á neinum rökum byggð.
   Yfirmaðurinn stóð við hlið hennar með gömlu, þvældu loðfeldshúfuna sína á höfðinu en í nýjum, mosagrænum frakka. Undanfarið hafði ansi margt nýtt dúkkað upp í fataskápnum hjá honum og hana grunaði að þar kæmi hin nýja vinkona hans við sögu, læknir sem hann hafði hitt í lok síðasta árs.
   "Einhver ár líklega," sagði Hörður.
   Elmu fannst það svo sem augljóst, en sagði það ekki.
   Hún leit í kringum sig þar sem þau stóðu, í fjósi sem einu sinni hafði hýst nokkrar kýr. Það var þó ekki mikið eftir af því þótt básarnir væru vel greinilegir. Glerið í gluggunum var horfið og veggirnir orðnir hrörlegir, steypan tekin að molna úr þeim.
   "Hvenær sagðirðu aftur að hefði síðast verið búið hérna?" spurði hún.
   "Um 1970 held ég."
   "Fyrir hálfri öld."
   "Já, það er rétt," sagði Hörður eins og það kæmi honum á óvart. Elma skildi það. Árið 1970 virkaði ekki alveg svo fjarri. Hálf öld var langur tími, sérstaklega þegar hún hugsaði út í það að í hálfa öld hafði bærinn staðið í eyði.
   Skyndilega gat hún ekki lengur verið þarna inni.

(s. 7-8)

Fleira eftir sama höfund

heim fyrir myrkur kápa

Heim fyrir myrkur

Hin 14 ára Marsí skrifast á við strák sem býr hinum megin á landinu. En hún gerir það í nafni systur sinnar. Bréfaskiptunum lýkur með því að þau ákveða að hittast. Marsí kemst ekki til að hitta hann en þar sem þau höfðu mælt sér mót finnst blóðug úlpa systur hennar sem er horfin. Tíu árum síðar hefur þessi óþekkti pennavinur samband á ný.. .  
Lesa meira

Þú sérð mig ekki

Snæbergsfjölskyldan er efnamikil, voldug og virt í samfélaginu. Allt virðist leika í lyndi, en þegar stórfjölskyldan sameinast í tilefni af afmæli ættföðurins á nýju hóteli á Snæfellsnesi koma brestir í ljós. Rifið er ofan af gömlum sárum og leyndarmál fortíðarinnar leita upp á yfirborðið. Á meðan veisluhöldin standa sem hæst versnar veðrið og í gegnum hríðina heyrast skelfileg öskur. 
Lesa meira

Stelpur sem ljúga

Mál Maríönnu Þórsdóttur var Elmu enn í fersku minni. Það var sjaldgæft að ungar konur hyrfu á Íslandi og málið vakti mikla fjölmiðlaathygli á sínum tíma. Því var það líklega rétt sem Hörður sagði - nú þegar ljóst var að Maríanna hefði verið myrt yrði fjölmiðlafárið enn verra.
Lesa meira
strákar sem meiða kápa

Strákar sem meiða

Neðst var gormabók sem hlaut líka að hafa verið í eigu Mána. Hún var dökkblá og græn og á forsíðunni var mynd af trúði. Þetta var ekki skólabók. Þegar Sævar opnaði bókina sá hann að á fyrstu síðuna hafði verið skrifað stórum stöfum: Vatnaskógur. Máni reyndist ekki bara vera góður námsmaður, heldur var skriftin líka falleg og fullorðinsleg. Ártal og dagsetning hafði verið skrifað þar fyrir neðan, 8. ágúst 1995. Sævar fletti yfir á næstu síðu og las: Ég á örugglega ekkert eftir að skrifa mikið í þessa bók.
Lesa meira

Marrið í stiganum

Dagurinn hafði verið langur. Eftir líkfundinn kvöldið áður höfðu þau mætt snemma til vinnu þrátt fyrir að hafa unnið frameftir. Það var ekki oft sem lík fundust á Íslandi við grunsamlegar kringumstæður, hvað þá á Akranesi.
Lesa meira
night shadows kápa

Night Shadows

The small community of Akranes is devastated when a young man dies in a mysterious house fire, and when Detective Elma and her colleagues from West Iceland CID discover the fire was arson, they become embroiled in an increasingly perplexing case involving multiple suspects. What’s more, the dead man’s final online search raises fears that they could be investigating not one murder, but two.. .  
Lesa meira
boys who hurt kápa

Boys Who Hurt

Fresh from maternity leave, Detective Elma finds herself confronted with a complex case, when a man is found murdered in a holiday cottage in the depths of the Icelandic countryside – the victim of a frenzied knife attack, with a shocking message scrawled on the wall above him.. . At home with their baby daughter, Sævar is finding it hard to let go of work, until the chance discovery in a discarded box provides him with a distraction. Could the diary of a young boy, detailing the events of a long-ago summer have a bearing on Elma’s case?
Lesa meira
you can't see me kápa

You Can't See Me

The wealthy, powerful Snæberg clan has gathered for a family reunion at a futuristic hotel set amongst the dark lava flows of Iceland's remote Snæfellsnes peninsula.. . As the weather deteriorates and the alcohol flows, one of the guests disappears, and it becomes clear that there is a prowler lurking in the dark.. . But is the real danger inside … within the family itself?
Lesa meira
girls who lie kápa

Girls Who Lie

When single mother Maríanna disappears from her home, leaving an apologetic note on the kitchen table, everyone assumes that she’s taken her own life … until her body is found on the Grábrók lava fields seven months later, clearly the victim of murder. Her neglected fifteen-year-old daughter Hekla has been placed in foster care, but is her perfect new life hiding something sinister?. .  
Lesa meira