Beint í efni

Heljarþröm

Heljarþröm
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Anthony Horowitz: Point Blanc.

Af bókarkápu:

Alex Rider er kominn aftur í skólann eftir að hafa tekið að sér stórhættulegt verkefni fyrir bresku leyniþjónustuna MI6. Það er skrýtið að vera orðinn venjulegur unglingur aftur en það vill Alex samt allra helst.

En MI6 vill eitthvað allt annað. Inn á þeirra borð kemur dularfullt mál: tveir áhrifamiklir menn eru myrtir hvor í sínu heimshorninu og það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að synir þeirra voru á Heljarþröm - einkaskóla hátt uppi í frönsku Ölpunum fyrir moldríka vandræðadrengi. Leyniþjónustan þarf að koma sínum manni á svæðið og í það verk passar enginn betur en Alex.

Úr Heljarþröm:

Að leita og tilkynna

Þeir þurftu að minnsta kosti ekki að flytja hann langa leið.

Tveir menn fylgdu Alex niður úr krananum, annar fyrir ofan hann og hinn fyrir neðan. Lögreglan beið niðri á jörðinni. Vantrúa byggingarverkamennirnir fylgdust með er hann var fluttur af byggingarsvæðinu og inn á lögreglustöðina nokkrum húsum fjær. Þegar hann gekk fram hjá ráðstefnumiðstöðinni sá hann margmenni streyma út. Sjúkrabílarnir voru þegar komnir. Innanríkisráðherrann var fluttur burt í snarhasti í svarti límósínu. Nú fyrst varð Alex verulega áhyggjufullur, hann velti því fyrir sér hvort einhver hefði látist. Þetta átti ekki að enda svona.

Þegar þeir komu á lögreglustöðina gerðist allt í hringiðu af hurðum sem skelltust aftur, sviplausum andlitum opinberra starfsmanna, hvítþvegnum veggjum, eyðublöðum og símtölum. Alex var spurður að nafni, aldri og heimilisfangi. Hann sá lögregluþjón slá upplýsingarnar inn í tölvu: en það sem gerðist næst kom honum á óvart. Lögregluþjóninn ýtti á ENTER og stirðnaði upp í sætinu. Hann sneri sér við og leit á Alex og þaut svo upp úr sætinu. Þegar Alex kom inn á lögreglustöðina hafði hann verið miðpunktur athyglinnar en skyndilega virtust allir forðast að horfa beint á hann. Hærra settur embættismaður birtist. Menn töluðust við í fáum orðum. Alex var fluttur niður gang og settur í klefa.

Hálftíma síðar birtist kvenkyns lögregluþjónn með matarbakka. ,,Kvöldmatur, sagði hún.

(46-7)

Fleira eftir sama höfund

Ú á fasismann - og fleiri ljóð

Lesa meira

Móðurlaus Brooklyn

Lesa meira

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Gift för nybörjare

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira

Heilagt stríð - runnið undan rifjum drykkjumanna

Lesa meira