Beint í efni

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Nýhil
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Ljóð

Ný og áður óbirt ljóð, í bland við önnur sem áður hafa birst í eldri ljóðabókum Eríks Arnar, í tímaritum eða á internetinu. Formáli eftir Ingólf Gíslason, miðmáli eftir Hauk Má Helgason og eftirmáli eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Úr Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!:

XXXVII

Þúsund þorskar bryðja eyjarnar eins og súkkulaðispæni og hrygna í hraunsár Heimaeyjargosa svo heimamenn dúa í kvikustrókum áður en þeir hrynja í hafið eins og tindátar í dómínótafli - þúsund þorksar bryðja Surtsey og Geirfuglasker, þúsund þorskar fylla kinnar af mosa og hreðjar af sprungnabergi og sprangandi eyjapeyjum, þúsund þorskar bryðja Heimaey og Heimaeyjapeyja og þúsund þorskar bryðja ballgesti, þúsund þorskar bryðja bíóhús og timburkofa, þúsund þorskar graðga í sig gangsstéttir og slökkviliðsbíla, götuljós og kirkjutröppur, þúsund þorskar hamast við að háma í sig apótekið og Elliðaey og þúsund þorskar sporðrenna hikstalaust Þrídröngum. Þúsund þorskar ropa svo drynur í himnunum og þúsund þorskar sigla í var - leggjast á meltuna.

(85)

Fleira eftir sama höfund

Ú á fasismann - og fleiri ljóð

Lesa meira

Heljarþröm

Lesa meira

Móðurlaus Brooklyn

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Gift för nybörjare

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira

Heilagt stríð - runnið undan rifjum drykkjumanna

Lesa meira