Beint í efni

Móðurlaus Brooklyn

Móðurlaus Brooklyn
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Jonathan Lethem: Motherless Brooklyn.

Eiríkur Örn hlaut íslensku þýðingarverðlaunin árið 2007 fyrir þýðingu sína á bókinni.

Af bókarkápu:

Lionel Essrog, einkaspæjari í Brooklyn, er með Tourette. Fyrir mörgum árum fékk hann vinnu á einkaspæjarastofu/bílaþjónustu Frank Minna. Þá var hann á unglingsaldri og bjó á Saint Vincent drengjaheimilinu. Frank veitti honum markvissa þjálfun í margvíslegum og mislöglegum efnum og gekk honum og félögum hans í föðurstað. Þegar Frank Minna er myrtur ákveður Lionel að hafa uppi á morðingja hans. Hvað sem það kostar.

Úr Móðurlausri Brooklyn:

Á göngu minni yfir að Park-breiðgötu 1030 opnaði ég farsímann og hringdi í L&L. Ég hafði aldrei áður hringt úr síma úti á götu, og fílaði mig svolítið eins og Captain Kirk í Star Trek.

,,L&L, sagði rödd, sú sem ég hafði vonast til að heyra.

,,Tony, þetta er ég, sagði ég. ,,Essrog. Þannig hóf Minna alltaf sín símtöl: Lionel, þetta er Minna. Þú ert fornafn, ég er eftirnafn. Með öðrum orðum: Þú ert flónið og ég er yfirmaður flónsins.

,,Hvar ertu? spurði Tony.

Á leið yfir Lexington á Sjötugasta og sjötta stræti var svarið. En ég vildi ekki segja honum það.

Hvers vegna? Ég var ekki viss. Hvað sem því leið lét ég kækina tala fyrir mig. ,,Kysstu mig, hræðslumaður!

,,Ég hafði áhyggjur af þér, Lionel. Danny sagði að þú hefðir farið í einhverja sendiför með ruslalöggunni.

,,Jújú, eitthvað svoleiðis.

,,Er hann með þér núna?

,,Ruslakaka, sagði ég alvarlegur í bragði.

,,Hvers vegna kemurðu ekki aftur hingað, Lionel? Við ættum að tala saman.

,,Ég er að rannsaka mál, sagði ég. Ber að snoðraka kál.

,,Já, er það? Hvert er það að leiða þig?

Maður með snyrtilega klippingu í bláum jakkafötum beygði inn af Lexington fyrir framan mig. Hann hélt farsíma upp að hægra eyranum. Ég fór að elta hann og apa upp göngulagið.

,,Hingað og þangað, sagði ég.

,,Eins og hvert?

Því harðar sem Tony lagði að mér að svara, þeim mun minna vildi ég segja. ,,Ég var að vona að við gætum, þú veist, borið saman bækur okkar aðeins.

,,Gefðu mér dæmi, Lionel.

,,Bara eins og - gerabrækur! skerabalalækur! - fékkstu eitthvað út úr heimsókninni í Zendoið í gærkvöldi?

,,Ég skal segja þér það þegar við hittumst. Ég get það ekki akkúrat núna, þú ættir að koma hingað. Hvar ertu, í tíkallasíma?

,,Berasíma! sagði ég. ,,Heyrðu, getur verið að bílfylli af einhverjum gaurum hafi reynt að vara þig við einhverju?

,,Fjárann ertu að tala um?

,,Hvað með stelpuna sem ég sá fara inn á undan Minna? Komstu að einhverju um hana? Um leið og ég spurði spurningarinnar fékk ég svarið við spurningunni, alvöru spurningunni.

Ég treysti ekki Tony.

(186-7)

Fleira eftir sama höfund

Ú á fasismann - og fleiri ljóð

Lesa meira

Heljarþröm

Lesa meira

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Gift för nybörjare

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira

Heilagt stríð - runnið undan rifjum drykkjumanna

Lesa meira