Beint í efni

Illska

Illska
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Skáldsögur


Um Illsku:



Skriðþungi mannkynnsögunnar: Agnes lukauskas og Ómar Arnarsson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi.



Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúka litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.



Úr Illsku:



Í flestum mannkynssögubókum er fjallað um 20. öldina af nokkurs konar skriðdrekablæti í bland við dulda aðdáun á hreinu og tæru umfangi voðaverkanna sem framin voru í heimsstyrjöldunum tveimur að ógleymdum öllum öðrum hörmungum þessarar miklu „framsóknaraldar“. Í fyrsta lagi eru óþarflega langar og miklar lýsingar á vopnabúnaði, umfram allt skriðdrekum, og framförum í gerð morðtóla. Pervertískar aðdáunarræður – klassískt hlutablæti. Í öðru lagi vottar fyrir undarlegri aðdáunarglýju þegar rætt er um allt fólkið sem dó – allar þessar sálir sem við þykjumst sakna. Maður segir sex milljónir, sautján, fjörutíuogfimm, áttatíu milljónir í valinn, skotgrafir, helfarir, karnorkusprengjur og gúlög – og skyndilega fær fólk allt í senn aðsvif, standpínu og æluna upp í kok.



***



Þú ...



Já, ég ...



Djöfull er þetta ömurlegt.



En þú verður ...



Já, ég veit.



Þú getur ekki ...



Ég hef ekki séð þau í tvö ár.



Ég veit.



Og við erum búin að borga miðana.



Ég veit.



En hvar ætlar þú að búa?



Ég veit það ekki. Ég meika ekki að fara til mömmu og pabba. Það er svo vandræðalegt.



Láttu ekki svona. Þau eru foreldrar þínir.



Ég redda mér.



Það er ekki enisog þau hafi byrjað aftur saman til að þú færir hjá þér.



Ég redda mér.



Jæja.



Ég á vini.



Hvaða vini? Af hverju hef ég ekki fengið að hitta þessa vini þína?



Jæja. Ókei. Ég á ekkert svo marga vini. Ekki í Reykjavík.



Ég skal athuga hvort þú getir fengiða ð flytja inn í húsið. En það er auðvitað ekkert þar. Ég þarf þá að leigja bíl og tæma geymsluna ...



Átt þú ekki bara að vera að pakka?



... af því gefnu að þú getir flutt inn.



Þú ert að fara ekki á morgun heldur hinn. Þú hefur engan tíma til að standa í þessu.



Hver á þá að standa í þessu? Þú vilt ekki sjá foreldra þína, átt enga vini svo heitið geti ...



Ég var nú bara að grínast. Ég á alveg vini. Úr íslenskunni. Halldór til dæmis. og dísu. Og það er ekkert einsog ég hati mömmu og pabba.



Hver eru Halldór og Dísa?



Ég var að segja það. Við vorum saman í íslenskunni. Þau geta hjálpað mér að flytja. Ef ég má flytja inn.



Jæja.



Annars verð ég bara að flytja inn á mömmu og pabba. Það er ömurlegt en kannski er ekkert annað í stöðunni.



Ókei.



Farðu bara til Jurbarkas. En ekki eyða öllum peningunum. Ég skal athuga hvort ég get ekki breytt flugmiðanum. Það koastar áreiðanlega einhverja peninga. En kannski get ég komið eftir jól.



Af hverju hef ég aldrei hitt vini þína úr íslenskunni?



Af hverju hef ég aldrei hitt vini þína?



Ég veit það ekki.



Ekki ég heldur.



(80-1)


Fleira eftir sama höfund

Ú á fasismann - og fleiri ljóð

Lesa meira

Heljarþröm

Lesa meira

Móðurlaus Brooklyn

Lesa meira

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Gift för nybörjare

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira

Heilagt stríð - runnið undan rifjum drykkjumanna

Lesa meira