Um bókina
Útgefendur: SAFT og Heimili og skóli.
Bókin er aðgengileg á vefsíðu SAFT á pdf-formi.
Úr bókinni
Það var laugardagur og glatt á hjalla heima hjá Hrekklausri.
Hrekklaus var að borða morgunmat með pabba sínum. Mamma var í útlöndum.
– Í dag færð þú að fara á netið, sagði pabbi hátíðlega. En ég verð auðvitað með þér. Litlar stelpur eiga ekki að þvælast einar á netinu.
– En hvað með litla stráka? Mega þeir það?
– Auðvitað ekki, flissaði pabbi.
Af hverju vill pabbi vera með á netinu?