Beint í efni

Hryllilega stuttar hrollvekjur

Hryllilega stuttar hrollvekjur
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

 

um bókina

Hryllilega stuttar hrollvekjur geymir tuttugu smásögur sem eru hver annarri hræðilegri. Hér má meðal annars lesa um vampírur, uppvakninga, drauga og skrímslin sem leynast undir rúminu þínu.

Metsöluhöfundurinn Ævar Þór Benediktsson var myrkfælinn þangað til hann varð sautján ára. Hér skrifar hann um allt sem hann var hræddur við.

Ágúst Kristinsson var sá eini sem þorði að myndlýsa þessar hræðilegu sögur.

úr bókinni

En einn daginn nagaði stelpan aðeins og mikið. 

Hún gerði sér enga grein fyrri því. Hún sat bara og nagaði og nagaði eins og venjulega tók ekki eftir því þegar nöglin var búin og fingurinn tók við.

Áður en stelpan vissi af hafði hún nagað alveg framan af vísifingri vinstri handar. 

Og svo hélt hún áfram að naga.

Hún fattaði ekki að eitthvað skrítið var í gangi fyrr en nöglin sem hún var að tyggja var skyndilega orðin mjúk og blaut.

Og þykk.

Stelpan hrópaði upp yfir sig og var send beina leið upp á sjúkrahús. En þar var ekki hægt að bjarga neinu. Það var ekki nóg með að hún hefði tuggið af sér allan vísifingurinn - hún hafði kyngt honum líka.

Læknarnir kölluðu þetta "óheppilegt atvik" og foreldrar stelpunnar vonuðu að hún myndi læra eitthvað af þessu "óheppilega atviki". Eins og til dæmis að hætta að naga neglur.

Annað kom þó á daginn.

Stelpan lærði vissulega sína lexíu, en lexían var því miður ekki sú sem foreldrar hennar höfðu vonað. Því að eftir þetta fannst henni neglur lítið spennandi lengur.

Mörgum árum seinna, þegar stelpan var orðin fullorðin, var bara einn putti eftir á báðum höndum. Ef þú hefðir spurt hana hvað væri best við þetta allt saman hefði hún sjálfsagt sagt að það væri tilfinningin þegar tennurnar ná loksins í gegnum grjóthart beinið.

"Það kemur nefnilega smellur," hefði hún sagt. "Lítill smellur sem segir mér að nú geti ég fyrst byrjað að naga fyrir alvöru."

(s. 50-52)

 

Fleira eftir sama höfund

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál
Lesa meira

Ofurhetjuvíddin

Lesa meira