Beint í efni

Innræti

Innræti
Höfundur
Arndís Þórarinsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Ljóð

 

Ég frábið mér flatkökur með hangikjöti

Þegar ég dey
reynið að vera mér ekki til skammar

Ég vil huggulega erfidrykkju
á föstudegi
þar sem boðið verður upp á hvítvín

Ykkur mun ekkert veita af því

Minningargreinarnar
skulu vera hispurslausar
þannig að það jaðri við að vera óþægilegt

Segið frá brestum mínum
Segið frá því að ég hafi mætt dauðanum
hrædd
og hnípin

Þá les þetta kannski einhver

Dragið upp mynd af manneskju

Látið vera að nefna allar kvenlegar dyggðir

Mér stendur á sama um það hver stýrir athöfninni
en geri algjöra kröfu
um að viðkomandi flytji engar gamanvísur frá eigin brjósti

Líkmennirnir
skulu taka kistuna upp á öxl

Hlýðið mér í þessu
Útfararstjórinn mun múðra um að það tíðkist ekki lengur
fakku ukka ap verklagsreglum heilbrigðiseftirlitsins
og leiðbeiningum bæði sjúkra- og iðjuþjálfa

Hafið þetta að engu
Myndin mun sitja í hugskoti viðstaddra
lengur en það tekur að ráða niðurlögum vöðvabólgu

Reynið bara
að verða mér ekki til skammar
þegar ég dey

(s. 52-52)

 

Fleira eftir sama höfund

kollhnís

Kollhnís

Kleinan lítur út eins og marglitur broddgöltur þegar kökuskrautið stendur út úr henni.
Lesa meira

Játningar mjólkurfernuskálds

Lesa meira

Blokkin á heimsenda

Lesa meira

Nærbuxnaverksmiðjan

Lesa meira

Nærbuxnavélmennið

Lesa meira

Lyginni líkast

Lesa meira

Heimur í hendi – Sitthvað á sveimi

Lesa meira

Gleraugun hans Góa

Lesa meira

Galdraskólinn

Lesa meira