Um þýðinguna
Smásögur eftir ýmsa höfunda í þýðingu Gylfa. Valdar sögur úr Hitchcock´s Mystery Magazine.
Úr Konfekt og kærleikur
Konfekt og kærleikur (Caroll Mayers)
Þvælt?
Já. Það stendur í bókunum á bókasafninu, að rithöfundar eigi að vera ferskir og frumlegir. Eitrun hefur verið notuð svo oft áður.
Sara stundi þungan.
Það er kannski of frumlegt að koma fyrir byssu innan í kvikmyndavél?
Nei, það er ekki svo galið.
Konfektið var gómsætt. Sara fékk sér annan mola.
Annars hef ég ekkert vit á þessu, sagði hún. Auk þess ert þú að skrifa þessa sögu, en ekki ég.
Prudence leit snöggt upp.
Mig langaði bara til að leita ráða hjá þér, elskan. Við höfum þekkst svo lengi.
Sara brosti blíðlegar en áður.
Það gleður mig innilega, að þú skulir leita ráða hjá mér, Prudence mín, sagði hún og kyngdi konfektmola. En ég fæ ómögulega skilið, hélt hún áfram, hvers vegna þú ert að skrifa ómerkilegar glæpasögur.
Prudence lét brúnir síga og brýndi raustina eilítið:
Þær eru ekki ómerkilegar, Sara. Að minnsta kosti ekki allar. Sjálfur forsetinn, margir frægir stjórnmálamenn og ótal önnur mikilmenni hafa gaman af að lesa góðar sakamálasögur.
Prudence tók af sér gleraugun, hallaði sér áfram, kipraði augun og hélt áfram:
Og ég get sagt þér það, góða mín, að á bókasafninu er miklu meira spurt um góðar sakamálasögur, heldur en þessar bækur, sem menningarpostularnir eru svo hrifnir af.
(s. 18-19)