Beint í efni

Kynlegur kvistur á grænni grein

Kynlegur kvistur á grænni grein
Höfundur
Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Barnabækur

Myndir : Sigrún Eldjárn 

Úr Kynlegum kvisti á grænni grein:

Ekki líður á löngu þar til þau fara að heyra alls konar undarleg hljóð. Bæði tíst og urr. Þau koma að skuggalegu rjóðri í skóginum. Þá kemur í ljós að tístið kemur frá lítilli og grænni, skiplagslausri veru. Hún hoppar til og frá af miklum krafti og baðar út öllum öngum. Fyrir framan hana er stærðar tré, slímugt og nakið sem stendur í fúlum pytt. Slímuga tréð er vitstola af reiði. Það urrar illilega, teygir klístraðar greinar í átt til litlu verunnar og reynir að hremma hana. Kvistur tekur viðbragð og æpir:
 „AFSAKIÐ, GREINAFLÆKJA, GREINAFLÆKJA, hættu þessu nú bara strax! Ekki hrekkja ókunnuga! Afsakið, en PASSAÐU þig nú bara!“
 En það er um seinan. Ein slímuga greinin nær taki á Greinaflækju og hrifsar hana til sín! Skrímslið hlær illyrmislega. En vesalings Greinaflækja gefur frá sér skerandi skaðræðisvein!

Fleira eftir sama höfund

Teitur í heimi gulu dýranna

Lesa meira

Jólakrakkar

Lesa meira

Strokubörnin á Skuggaskeri

Lesa meira

Eyja glerfisksins

Lesa meira

Týndu augun

Lesa meira

Eins og í sögu

Lesa meira

Langafi drullumallar

Lesa meira

Beinagrindin

Lesa meira

Allt í plati

Lesa meira