Beint í efni

Leyniturninn á Skuggaskeri

Leyniturninn á Skuggaskeri
Höfundur
Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Þriðja bókin um strokubörnin úr Fagradal.

Það er allt að fara í háaloft á Skuggaskeri: þangað stefnir bálreið kona í leit að dóttur sinni, bátar týnast í þykkri þoku og eitthvað skuggalegt er í bígerð. Á meðan situr fólkið í Fagradal og hefur áhyggjur af krökkunum sínum því það virðist ekki vera hægt að sigla út í skerið lengur.

Úr bókinni:

Björk fylgist af athygli með því þegar amma hennar setur utanborðsmótorinn í gang. Það var afi sem átti þennan litla gúmmíbát. Hann reri oft til fiskjar og Kornelía fór stundum með honum á sjóinn áður en hann dó. Þá var það oftar en ekki hún sem ræsti vélina og stýrði bátnum. Nú kemur sér vel að hún er þessu þaulvön. Það tekur hana ekki nema smástund að koma mótornum í gang. Björk rýnir út í þokuna. Kisan hennar snýr trýninu í sömu átt og mjálmar. Það er góð vísbending því kisa veit sínu viti.

„Veistu hvað, amma? Ég held að strákarnir hafi verið orðnir alveg gjörsamlega ruglaðir. Þeir stefndu í kolvitlausa átt. Ef við ætlum að bjarga okkur í land þá skulum við frekar fara þangað,“ segir hún áköf og bendir. „Ég er nokkurn veginn alveg viss um að þetta er rétta leiðin heim í Fagradal! Og kisa er á sama máli.“

Kornelía er satt að segja alls ekki eins viss. Hún er orðin svo rugluð og ringluð í þokunni að hún veit varla hvað snýr upp og hvað niður. En hún kýs að láta Björk og kisuna hennar ráða því hún veit að stelpan er ratvís.

(23)

Fleira eftir sama höfund

Teitur í heimi gulu dýranna

Lesa meira

Jólakrakkar

Lesa meira

Strokubörnin á Skuggaskeri

Lesa meira

Eyja glerfisksins

Lesa meira

Týndu augun

Lesa meira

Eins og í sögu

Lesa meira

Kynlegur kvistur á grænni grein

Lesa meira

Langafi drullumallar

Lesa meira

Beinagrindin

Lesa meira