Beint í efni

Nílarprinsessan : ævintýrasaga fyrir börn á öllum aldri

Nílarprinsessan : ævintýrasaga fyrir börn á öllum aldri
Höfundur
Guðjón Sveinsson
Útgefandi
Muninn bókaútgáfa
Staður
Hafnarfjörður
Ár
2000
Flokkur
Barnabækur

Úr Nílarprinsessan : ævintýrasaga fyrir börn á öllum aldri:

Víkur nú sögunni suður á Nílarbakka. Kvöld eitt, stuttu áður en sólin hvarf í rauðu báli bak við sandöldur eyðimerkurinnar og píramítarnir vörpuðu löngum skuggum á sólþurra jörðina, mókti hans hátign, Níels níundi, í vatnsskorpunni framan við sólskálann og reykti vatnspípu. Það fannst honum róandi eftir erfiðan dag. Flóðhildur prinsessa lék sér skammt frá. Hún var að fleyta sprekum og vatnaliljum og mesti gusugangur á henni. Allt í einu féll dropi ofan á hausinn á pípu konungsins svo snarkaði hátt í. „Gáðu að þér, barn!“ kallaði kóngurinn. „Fyrirgefðu, pápi minn,“ sagði Flóðhildur og hallaði undir flatt. Henni þótti afar vænt um pabba sinn og vildi ekki gera honum neitt á móti skapi. Þess vegna valsaði hún til hans og smellti kossi á bústnar kinnar hans. „Þú ert góð og falleg dóttir,“ sagði kóngurinn. „Enda áttu að fá fyrir ektamaka fallegasta prinsinn sem til í veröldinni.“ „Hefurðu nokkuð frétt í þá áttina?“ kallaði flóðhestadrottningin Níelsína, fædd Fabíóla Fúrútsefa. Hún sat við vinnuborð í sólskálanum og fléttaði körfu úr papírussefi, sem hún ætlaði að gefa tengdamóður sinni í afmælisgjöf. „Nei, ekki enn, því miður. Mér er sagt að fallegir prinsar séu ekki í hverju sefi,“ svaraði Níels níundi.

(s. 20)

Fleira eftir sama höfund

Húmar að kvöldi

Lesa meira

Glaumbæingar samir við sig

Lesa meira

Glaumbæingar á ferð og flugi

Lesa meira

Grallaraspóar og gott fólk

Lesa meira

Glatt er í Glaumbæ

Lesa meira

Fimmburarnir hennar Elínóru

Lesa meira

Hamingjublómin

Lesa meira

Hljóðin á heiðinni

Lesa meira

Leyndardómar Lundeyja

Lesa meira