Leikritið, sem er fyrsta leikrit Hermanns, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsi RÚV sunnudaginn 18. janúar 2009. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson og í aðalhlutverkum eru þau Guðjón Davíð Karlsson og Erla Ruth Harðardóttir. Með önnur hlutverk fara Halla Margrét Jóhannesdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Margrét Kaaber.
Um verkið:
Ungur starfsmaður í Þjóðmenningarhúsinu leitar til geðlæknis vegna fíknar sinnar í ofbeldisfullan tölvuleik. Heimsóknir hans til læknisins fara á annan veg en hann ætlaði og áhöld eru um hvar ofbeldið leynist, hvað er leikur og hvað alvara, hvað ímyndun og hvað veruleiki. Fyrr en varir streymir blóðið um gólf og veggi Þjóðmenningarhússins og líkin hrannast upp í íslensku samfélagi.