Beint í efni

Stefnuljós

Stefnuljós
Höfundur
Hermann Stefánsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Daginn áður en Guðjón Ólafsson heldur á rithöfundaþing í Tékklandi fyllist hann grunsemdum um að Helena kona hans standi í ástarasmbandi við annan mann, mann sem hann raunar gjörþekkir. Næstu daga, á milli þess sem Guðjón umgengst aðra þingfulltrúa og situr við skriftir í leiguherbergi í Prag, renna á hann stöðugt fleiri grímur. Hann sér líf sitt í nýju ljósi, skáldsagan sem hann vinnur að verður fyrir skyndilegum áhrifum frá portúgalskri sjálfshjálparbók og fórnarmorð liggur í loftinu.

Úr Stefnuljósi:

Ég stend í röðinni á flugvellinum í London og hugsa: Hinn þekkti heimur er orðinn að flugvelli.

Mig dreymir um fjarlæg lönd og paradís. Jörðin þeysist um geiminn eins og snarbrjálaður, svarblár steinn og ég get ekkert að því gert, stundum tekur hún handbremsubeygjur framhjá sólinni svo að fólk hristist af henni líkt og fjaðrir af hænu og brennur upp í sólinni. Kerfi leysast upp og önnur taka við og mannfólkið er ósköp smátt sé miðað við vetrarbrautir og sólkerfi og það vinnur aukavinnu í sjoppu og safnar sér fyrir sólarlandaferð eða hesti.

För Ódysseifs tók ekki nema tíu ár á meðan ég er dæmdur til heillar eilífðar á flugvelli og mín bíður engin Penelópa heldur kona sem er ekki einu sinni úr sömu sögu og gæti verið svikul eins og hliðarvindur eða loftvog og valdið styrjöldum og ég er ekkert, bið ekki um annað en að röðin komi að mér. Gaman væri annars að skrifa bók þar sem söguhetjan fer á ylströndina með eiginkonu yfirmanns síns, fullkomnu bimbói, og hún fer að tala um smekk sinn á karlmönnum og segir: ,,Þegar kemur að karlmönnum er ég alæta. Bókin myndi heita Alætan. ,,Alæta? spyr söguhetjan skelkuð. ,,Já, algjör alæta, svarar hún. ,,Og ég er í grundvallaratriðum ótrygg í eðli mínu., bætir hún við og græn söguhetjan fer að velta því fyrir sér hvort hann eigi að lesa daður í þetta. Hann gerir ekkert. Þau fara hvort til síns heima. Allir hans dagar þar eftir fara í eftirsjá, alætan reynist éta upp líf hans. Þetta yrði stúdía í konum.

Þegar röðin kemur að mér mun ég segja: Fröken, þetta er ekki farmiði heldur tilkynning um breytt heimilisfang. Ég skipti um heimilisfang svo að veröldin sæki mig ekki heim til að græta mig.

(45-6)

Fleira eftir sama höfund

Ugluturn

Lesa meira

Hælið

Lesa meira

Zeitreise als Laborratte

Lesa meira
millibilsmaður

Millibilsmaður

Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum.
Lesa meira

Níu þjófalyklar

Lesa meira

Sjónhverfingar: Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika

Lesa meira

Borg í þoku

Lesa meira

Áður óútgefið efni

Lesa meira

Súkkulaði og kók

Lesa meira