Beint í efni

Sólrún

Sólrún
Höfundur
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Sólrún ákveður að láta sig hverfa úr þjónustuíbúð fyrir aldraða og leggur af stað í ferðalag á puttanum. Förinni er heitið í Mývatnssveit en þangað telur hún sig eiga brýnt erindi. Margvíslegt fólk verður á leið hennar og sterkar minningar blandast inn í upplifun hennar, móðurþrá, ást og sekt, og svo dauðinn sem nálgast óðum.

Úr bókinni

Ég tók andköf og reisti höfuðið upp. Ég sá veginn fram undan og fann að ég var stödd í heitum bíl. Í útvarpinu hljómaði tónlist og við stýrið sat blíðleg ung kona með sjal. Hún var með gljáandi svart hár sem var tekið í hnút. Konan leit til mín og brosti:
   "Gott að fá þig aftur til meðvitundar. Láttu fara vel um þig og reyndu nú bara að hvíla þig." Ég leit út um gluggann og sá að ég var enn á norðurleið. Eins og ég hefði farið til baka eða fallið niður stiga í slönguspili.
   "Hvar er ég? Var ég lengi sofandi?" Sjalið á konunni féll niður og hún greip það fimlega og sveiflaði því aftur upp á öxlina. Hún brosti blíðlega.
   "Ég tók þig upp í fyrir um 10 mínútum síðan. Þú talaðir eitthvað um guð og blóm og hunda og ég skildi ekki neitt en síðan sofnaðir þú." Mér fannst ógnvænlegt að muna ekki eftir þessu. Ég var ekki viss hvort ég gæti treyst þessari konu. Sjalið féll aftur niður og hún sveiflaði því upp á öxlina. Bíllinn var hlýr og tónlistin seiðandi svo ég ákvað að treysta henni. Ég kannaðist við landslagið út um gluggann og fyrr en varði sá ég skilti sem á stóð Þorgeirsstaðir.
   "Þarna er bærinn þar sem fólkið vildi ekki leyfa mér að fara," sagði ég óðamála og benti í áttina að bænum en þá sá ég að þar stóðu gamlar húsarústir. Gráir berir veggir hálffaldir í háu grasi, þakið hrunið og gluggarnir sýndu tómt gímald. Bara gráir, steyptir veggir í roki. Gapandi rústirnar báru það með sér að hafa staðið þarna lengi.
   Konan lyfti sjalinu upp á öxl og leit í áttina að bænum. Hristi höfuðið og leit til mín döprum, brúnum augum. Mér var svo brugðið að ég kom ekki upp orði. Ákvað að þegja og horfa út um gluggann. Út undan mér sá ég hvernig sjalið féll og konan lyfti því aftur upp að öxlinni. Aftur og aftur. Eins og sjór sem fellur að og fellur út.

(s. 73-75)

Fleira eftir sama höfund

Undrarýmið

ég er hingað komin / í þennan skóg / til að finna froska, sporðdreka, snáka og mýs
Lesa meira

Jarðvist

Lesa meira

Stínusögur

Lesa meira

Ég erfði dimman skóg

Lesa meira

Tungusól og nokkrir dagar í maí

Lesa meira

Fjallvegir í Reykjavík

Lesa meira

Svuntustrengur

Lesa meira