Beint í efni

Undrarýmið

Undrarýmið
Höfundur
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Undrunin og óravíddir tilverunnar eru meginstefin í ljóðunum sem spretta hér fram og tengjast á óvæntan hátt myndum úr aldagömlum ritum um náttúrufræði og læknisfræði.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir hefur vakið athygli fyrir skemmtileg og persónuleg efnistök í ljóðum sínum en bók hennar Tungusól og nokkrir dagar í maí var tilnefnd til Maístjörnunnar árið 2017. Undrarýmið er sjöunda bók hennar.

Úr bókinni

Bleiktunga, blóðtunga

Allt sem ég hef sagt
hingað til
safnast saman á tungu minni
orðin hópa sig saman
samtengingar í miðjunni
forsetningar til hliðar
lýsingarorðin fremst
nafnorðin aftast
sagnorðin út og suður
alls staðar

Hún brotnar
oft á dag
klofnar
en grær
strax aftur

Orðin sem ég gat ekki sagt
hefði betur sagt
brjóta sér leið
út um kokið
taka stökkið af tungubroddi
og segja bara eitt:
Fyrirgefðu

 

 

Fleira eftir sama höfund

Fjallvegir í Reykjavík

Lesa meira

Tungusól og nokkrir dagar í maí

Lesa meira

Stínusögur

Lesa meira

Ég erfði dimman skóg

Lesa meira

Jarðvist

Lesa meira
sólrún

Sólrún

Glufa í kerfinu reyndist mín mesta gæfa.
Lesa meira

Svuntustrengur

Lesa meira