Um bókina
Ljóðabókin Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar fjallar um ömmusorg og harm sonar og tengdadóttur sem misstu fóstur eftir að hafa gengið í gegnum langt og strangt tæknifrjóvgunarferli.
Úr bókinni
Hvar sést það
Kannski sést það
í laufblaði sem hangir eitt á greininni
kuðungi í fjörunni
dropa sem fellur af húsþaki
í andvarpinu, stunu
laglínu
skínandi stjörnu
einu skýi eða öldu sem fellur að landi
frostrósum í glugganum
smágerðu mynstri á svellinu
augnatilliti
sandkorni í tímaglasinu
gufu úr pottinum
andardrættinum
já það er alls staðar
alls staðar í heiminum.
(17)