Beint í efni

Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar

Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Viti menn
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Ljóðabókin Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar fjallar um ömmusorg og harm sonar og tengdadóttur sem misstu fóstur eftir að hafa gengið í gegnum langt og strangt tæknifrjóvgunarferli.

Úr bókinni

Hvar sést það
Kannski sést það 
í laufblaði sem hangir eitt á greininni
kuðungi í fjörunni
dropa sem fellur af húsþaki
í andvarpinu, stunu
laglínu
skínandi stjörnu 
einu skýi eða öldu sem fellur að landi
frostrósum í glugganum
smágerðu mynstri á svellinu
augnatilliti 
sandkorni í tímaglasinu
gufu úr pottinum
andardrættinum
já það er alls staðar
alls staðar í heiminum.

(17)

 

Fleira eftir sama höfund

saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi.
Lesa meira

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira