Beint í efni

Stórhættulega stafrófið

Stórhættulega stafrófið
Höfundar
Ævar Þór Benediktsson,
 Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Höfundur texta: Ævar Þór Benediktsson
Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Um bókina

HELDUR ÞÚ AÐ BÓKSTAFIRNIR SÉU BARA STRIK Á BLAÐI?

BÍDDU ÞANGAÐ TIL ÞÚ KEMUR Í STAFRÓFSSTRÆTI!

Fjóla á í stökustu vandræðum með stafina. Í raun finnst henni allt sem tengist lestri hljóma stórhættulega! Dag einn ákveður hún að halda tombólu og rekst á forvitnilega götu. Getur verið að húsin þar minni á bókstafi? Og af hverju eru íbúarnir svona skrýtnir?

úr bókinni

„Bófabælið, góðan og blessaðan," baulaði brosandi bófi þegar Fjóla bankaði á næstu byggingu.
   „Mig bráðvantar dót á tombólu," sagði hún bíræfin. Bófinn brosti enn breiðar og bakkaði inn í húsið. Svo kom hann til baka með beinagrind.
   „Við bófarnir viljum hjálpa þér," sagði hann brattur, „en bara vegna þess að þú ert barn. Allir bófar voru einu sinni börn." Fjóla beit á jaxlinn og skellti beinagrindinni á bólakaf í kassann sinn.

 

 

Fleira eftir sama höfund

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira
Þín eigin saga: Rauðhetta

Þín eigin saga: Rauðhetta

Fjallar um hugrakka stelpu
Lesa meira

Þín eigin hrollvekja

Lesa meira
skólaslit 2 : dauð viðvörun kápa

Skólaslit 2 : Dauð viðvörun

En þegar hann horfði betur sá hann að það var eitthvað mikið að þeim. Þau voru alblóðug. Munnarnir opnir. Húðin rifin og tætt. Sár alls staðar. Augun sjálflýsandi. Síversnandi veðrið virtist ekki hafa nein áhrif á þau. Þau stóðu á víð og dreif um veginn, slefandi svörtu slími, næstum eins og þau væru að bíða eftir einhverju.
Lesa meira
skólaslit

Skólaslit

Rétt hjá bókasafninu er stór blóðpollur á gólfinu.
Lesa meira
strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Hér segir Ævar Þór Benediktsson okkur söguna af því þegar afi hans varð strandaglópur á Surtsey ásamt vini sínum. Félagarnir standa frammi fyrir ýmsum áskorunum áður en þeim er loksins bjargað. Hér má einnig finna upplýsingar um eldfjöll, íslenska menningu og norræna goðafræði. Sagan er fyndin, fjörleg og næstum því alveg sönn.
Lesa meira
Þín eigin saga Veiðiferðin kápa

Þín eigin saga: Veiðiferðin

Þín eigin saga: Veiðiferðin fjallar um hugrakkan þrumuguð, hrikalega hræddan jötun, glorhungraðan orm − og ÞIG – því þú ræður hvað gerist!
Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira