Höfundur texta: Ævar Þór Benediktsson
Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Um bókina
HELDUR ÞÚ AÐ BÓKSTAFIRNIR SÉU BARA STRIK Á BLAÐI?
BÍDDU ÞANGAÐ TIL ÞÚ KEMUR Í STAFRÓFSSTRÆTI!
Fjóla á í stökustu vandræðum með stafina. Í raun finnst henni allt sem tengist lestri hljóma stórhættulega! Dag einn ákveður hún að halda tombólu og rekst á forvitnilega götu. Getur verið að húsin þar minni á bókstafi? Og af hverju eru íbúarnir svona skrýtnir?
úr bókinni
„Bófabælið, góðan og blessaðan," baulaði brosandi bófi þegar Fjóla bankaði á næstu byggingu.
„Mig bráðvantar dót á tombólu," sagði hún bíræfin. Bófinn brosti enn breiðar og bakkaði inn í húsið. Svo kom hann til baka með beinagrind.
„Við bófarnir viljum hjálpa þér," sagði hann brattur, „en bara vegna þess að þú ert barn. Allir bófar voru einu sinni börn." Fjóla beit á jaxlinn og skellti beinagrindinni á bólakaf í kassann sinn.