Um bókina
Umskiptingur er saga eftir Sigrúnu Eldjárn þar sem nýjustu tækni er beitt til að leysa gamalkunna þraut úr íslensku þjóðsögunum. Sigrún samdi þetta ævintýri samhliða sem bók og leikrit.
Á meðan Sævar fyllir fötuna sína af berjum hverfur Bella systir hans sporlaust. Í staðinn birtist tröllastrákurinn Steini sem veit ekkert hvar hann er og saknar mömmu sinnar. Saman hrópa strákarnir á hjálp og sem betur fer heyrir ofurfjölskyldan í þeim. Á svipstundu birtast ofurpabbi, Ofur-Sól og Ofur-Máni til að leysa vandann en komast fljótt að því að það verður ekki einfalt!