Beint í efni

Ragna Sigurðardóttir

Æviágrip

Ragna Sigurðardóttir (Ragnheiður Sigurðardóttir) er fædd í Reykjavík 10. ágúst 1962. Hún lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hélt síðan eftir útskrift í framhaldsnám til Hollands. Um skeið bjó hún einnig í Danmörku en er nú flutt til Íslands þar sem hún starfar sem rithöfundur og myndlistarmaður.

Ragna gaf út kverið Stefnumót árið 1987. Tveimur árum síðar kom út önnur bók, Fallegri en flugeldar og aftur liðu tvö ár fram að þriðju bók hennar, 27 herbergi. Í tveimur þessara þriggja bóka eru einnig myndverk eftir höfund. Árið 1993 kom út skáldsagan Borg og vakti hún talsverða athygli. Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Síðan hefur Ragna sent frá sér fimm skáldsögur, síðast Vinkonur árið 2016. Þremur árum síðar kom út bók hennar Vetrargulrætur: sögur. Ragna hefur einnig ritað greinar í blöð og tímarit og þýtt fjölda skáldsagna, mest úr hollensku, en einnig ensku og dönsku.

Ragna býr í Bessastaðahreppi.

Forlag: Mál og menning.

Mynd af höfundi: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.