Beint í efni

Steinunn Ásmundsdóttir

Æviatriði

Steinunn Ásmundsdóttir fæddist 1. mars árið 1966 í Reykjavík. Hún er rithöfundur, ljóðskáld og blaðamaður. Fyrsta ljóðabók hennar, Einleikur á regnboga, kom út árið 1989. Síðan hefur hún sent frá sér fleiri ljóðabækur, auk skáldsagna, sem sumar eru byggðar á ævisögulegum heimildum - svokallaðar sannsögur.

Steinunn starfaði lengst af sem blaðamaður og ljósmyndari en hefur einnig unnið sem landvörður og sinnt náttúruvernd. Hún hefur dvalið lengi erlendis en er nú búsett í Reykjavík.

Árið 2016 opnaði hún hugverkavef sinn ordlist.is þar sem bróðurpartur eldri verka hennar er birtur. Síðan þá hefur hún helgað sig ritstörfum að mestu. Auk bóka hafa birst eftir hana ljóð, sögur og greinar í safnritum, tímaritum og blöðum og hún hefur gert þætti/innslög á ljósvakamiðlum.