Beint í efni

Drengurinn með ljáinn

Drengurinn með ljáinn
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Ungmennabækur

Um bókina

Daginn sem Hallur er hársbreidd frá dauðanum breytist allt. Hann verður drengurinn með ljáinn. Á sama tíma þarf hann að útvega endalausa leikmuni fyrir skólasöngleikinn, reyna að hugsa sem minnst um kossinn í enda hans og forðast ákveðinn bekkjarfélaga eins og heitan eldinn. Drengurinn með ljáinn er sköpunarverk Ævars Þórs og bróður hans, Sigurjóns; ungmennasaga prýdd fjölda mynda.

Bókin kom einnig út sem hljóðbók og rafbók.

Úr bókinni

  Aníta lést á dvalarheimili í Garðabæ, umkringd fjölskyldu sinni. Það var falleg stund, þrátt fyrir að hún hefði komið flatt upp á flesta. Fjölskyldan hélt að Aníta myndi verða með þeim í mörg ár til viðbótar, en ekki bara þessar síðustu, örfáu vikur.

  Aníta hafði lagt augun aftur, dæst sínu siðasta dæsi og fundið hvernig allt varð léttara. Auðveldara. Frjálsara. Hún fann ekki lengur til. Satt best að segja fann hún ekkert lengur.

  Heimurinn varð bjartur. 

  Eða dimmur.

  Hún var ekki alveg viss.

 

Og svo vaknað hún hér.

  Í garðinum fyrir utan húsið hans Halls.

  Hún skimaði í rólegheitum í krigum sig. Reyndi að átta sig á aðstæðum. Henni leið betur, allir verkir voru gufaðir upp, en hún skildi samt ekki hvað var í gangi.

  Svo hafði hún staðið á fætur. Það hafði tekið á en tókst að lokum. Svo gekk hún af stað. Fyrst eitt skref, svo fleiri. Það var erfitt, næstum eins og að læra að ganga upp á nýtt.

  Anítu varð hugsað til gömlu bílanna sem pabbi hennar heitinn hafði safnað í sveitinni. Þeirra sem sátu bara og ryðguðu. Stundum tók pabbi hennar sig til og lagaði þá. Svo var brunað niður afleggjarann með látum og rykkjum. 

  Ryðgaðar vélar, sem allir höfðu ákveðið að væru ónýtar, fengu annað líf.

„Halló...“ tautaði Aníta. Röddin var rám. „Hvar er ég? Hvar eru allir?“

  Enginn svaraði. Hún var ringluð og týnd.

  Svo sá hún ljós.

  Frá húsinu sem garðurinn umfaðmaði.

  Þar hlaut að vera einhver sem gæti hjálpað.

  Aníta gekk að húsinu og skyndilega var gardínum kippt frá glugga.

  Og hún sá hann.

  Hann var skuggalegur. Hættulegur.

  Þetta var drengur með -

(s.89-90)

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Þín eigin hrollvekja

Lesa meira
skólaslit 2 : dauð viðvörun kápa

Skólaslit 2 : Dauð viðvörun

En þegar hann horfði betur sá hann að það var eitthvað mikið að þeim. Þau voru alblóðug. Munnarnir opnir. Húðin rifin og tætt. Sár alls staðar. Augun sjálflýsandi. Síversnandi veðrið virtist ekki hafa nein áhrif á þau. Þau stóðu á víð og dreif um veginn, slefandi svörtu slími, næstum eins og þau væru að bíða eftir einhverju.
Lesa meira
skólaslit

Skólaslit

Rétt hjá bókasafninu er stór blóðpollur á gólfinu.
Lesa meira
strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Hér segir Ævar Þór Benediktsson okkur söguna af því þegar afi hans varð strandaglópur á Surtsey ásamt vini sínum. Félagarnir standa frammi fyrir ýmsum áskorunum áður en þeim er loksins bjargað. Hér má einnig finna upplýsingar um eldfjöll, íslenska menningu og norræna goðafræði. Sagan er fyndin, fjörleg og næstum því alveg sönn.
Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira