Beint í efni

Dvergasteinn

Dvergasteinn
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Barnabækur

Myndir: Erla Sigurðardóttir. Almenna bókafélagið 1991. Mál og menning 2001.

Um Dvergastein:

Ugla sem er 9 ára, dvelur um tíma hjá ömmu sinni í litlu þorpi úti á landi. Í garðinum bak við húsið er stór steinn, sem heitir Dvergasteinn, og er sagt að í honum búi dvergar.
Stúlkunni tekst á ævintýralegan hátt að komast í samband við dvergadreng í steininum og hann segir henni frá hörmulegum atburði sem hefur átt sér stað meðal dverganna. Ugla einsetur sér að leysa úr þessum sorglega vanda.

Úr Dvergasteini:

 “Að hverju ertu að leita?” spyr Ugla undireins.
 Strákurinn stekkur á fætur og horfir dauðhræddur allt í kringum sig.
 “Hver var að tala?” spyr hann. “Hvar ertu?”
 “Ég,” segir Ugla. “Ég er hérna.”
 Henni líður einsog kjána, því ennþá er einsog strákurinn taki alls ekki eftir henni.
 “Tókstu gljásteininn?” spyr strákurinn og er skyndilega orðinn dálítið æstur.
 “Hvaða gljástein?”
 Strákurinn brosir allt í einu út að eyrum.
 “Ef þú lætur mig fá gljásteininn, skal ég gefa þér gull í staðinn,” segir hann.
 “Gull?”
 Strákurinn færir sig nær henni og það eru engar ýkjur að hann brosir út að eyrum. Ugla hefur aldrei séð nokkurn krakka eða fullorðinn með jafn stóran munn. Hann nær í sannleika sagt eyrnanna á milli. “Hann hlýtur að vera með helmingi fleiri tennur en ég,” hugsar hún og byrjar að telja í honum tennurnar, en kemst ekki nema upp í tuttugu og fimm, því þá lokar hann munninum og er hættur að brosa.
 “Fáðu mér gljásteininn!” skipar hann og réttir fram höndina.
 Uglu finnst hann vera dálítið frekur, en áttar sig um leið á því að hún heldur ennþá á steininum, sem hún fann í grasinu. “Ó, þetta er auðvitað gljásteinninn,” hugsar hún og felur hann í lófa sínum.
 “Hvernig er þessi gljásteinn?” spyr hún.

(s. 29-30)

Fleira eftir sama höfund

Álagaeldur

Lesa meira

Glerfjallið

Lesa meira

Draumkvæði

Lesa meira

Ferð undir fjögur augu

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Jarðljóð

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Tummalinnan Valot

Lesa meira

Segðu mér og segðu ...

Lesa meira