Jump to content
íslenska

Dísyrði (Words of a fairy)

Dísyrði (Words of a fairy)
Author
Steinunn Ásmundsdóttir
Publisher
Goðorð
Place
Reykjavík
Year
1992
Category
Poetry

Um bókina

Þessi ljóðabók er sprottin úr harkalegu þroskaskeiði ungdómsáranna, ástarsorg og svo endurreisn, sem reis meðal annars á bylgju næsta ofsafenginnar náttúruástar.

Úr bókinni


i

Skuggi minn geymir nú
sársauka liðinna tíma

kvölin ei lengur í
launfylgsnum hugans

þó rís á sorgbitnu bjargi
hús hamingju minnar.

ii

Ég var kysst í morgun
og elskuð í nótt.

Mér líður eins og hafmey
sem býr í þykku ástarvatni
með ívafi morgunsársins.

vi

Herðubreið ertu enn
í skýjamöttli
um herðar þér
bærast ljósþokur

öldruð og vís

hol innan
og guðirnir búa á tindinum
jötnar við ræturnar
líkt og stjórnir þú
örlögum vatns og vinda
elds og ísa

sá er klífur andlit þitt
með tóg og meitli
svo smálegt korn
úr ryki alheims.

More from this author

hús á heiðinni kápa

Hús á heiðinni – ljóð frá Þingvöllum (A House on the Heath - poems from Þingvellir)

Á vatnsbakkanum / maður með veiðistöng / og reynir af alefli / að fanga friðsældina.
Read more
Einleikur á regnboga kápa

Einleikur á regnboga (Rainbow solitaire)

rauði gossjálfsalinn / brosir kátur til mín / utan frá götunni.
Read more
hin blíða angist kápa

Hin blíða angist – ljóð frá Mexíkó (The gentle anguish - Poems from Mexico)

Ég hef ekki heyrt frá Elsu síðan / og var sagt af þarlendum yfirvöldum / að hún hljóti að vera hugarburður. / Enga konu með þessu nafni / sé nokkurs staðar að finna.
Read more
áratök tímans kápa

Áratök tímans (Oars of time)

Sjö mínarettur bláu moskunnar / hafa vakað yfir bænum fólks / í fjögur hundruð ár..  
Read more
fuglamjólk kápa

Fuglamjólk (Bird Milk)

í húsinu var reimt / en líka alúð og kærleikur / ungæðislegur galsi / við elduðum dýrðlegar máltíðir / sungum margraddað / ljóð Huldu við eldhúsborðið / gáfum fósturkrummanum / gammeldansk úr teskeið / sváfum vært við ugluvæl af heiðinni / söng stelksins á snúrustaurnum / gogg krumma í morgunsárið á rúðuna. .  
Read more
í senn dropi og haf kápa

Í senn dropi og haf (Drop and ocean)

Seint um nóttina hjólaði ég heim / gegnum skógana / drukkin af hamingju / og óhaminni orku / heldur of hratt / og smádýr á veginum / áttu fótum fjör að launa.
Read more
ástarsaga kápa

Ástarsaga (Love Story)

Það varð að segjast að litlu, syfjuðu Reykjavík veitti ekki af smávegis innblæstri og upptakti til að lifna aðeins við og fá fólk út á göturnar þetta haustið. Vinirnir töluðu um hversu hressandi það væri í rauninni, og hreinlega frelsandi, að heyra önnur tungumál og sjá fleiri hörundsliti. Öryggiskröfurnar væru þó algjörlega bilaðar og skrítið og jafnvel ógnvekjandi að sjá allan þann öryggisviðbúnað sem smám saman var að taka á sig mynd í Borgartúninu og alls staðar þar sem Reagan og Gorbatsjev myndu fara um komandi helgi. Um stund hefði mátt halda að Reykjavík væri á pari við gamalgrónar evrópskar heimsborgir.
Read more
manneskjusaga kápa

Manneskjusaga (A Girls Tale)

Saga íslenskrar stúlku frá vöggu til grafar á síðari hluta tuttugustu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu. Í samtíma hennar var enginn skilningur á þeim ósköpum sem hún gekk í gegnum, allt var þagað í hel. Ef til vill var hún ögn á einhverfurófi og stöðugt á skjön við veröld sem var.
Read more