Jump to content
íslenska

Einleikur á regnboga (Rainbow solitaire)

Einleikur á regnboga (Rainbow solitaire)
Author
Steinunn Ásmundsdóttir
Publisher
Almenna bókafélagið
Place
Reykjavík
Year
1989
Category
Poetry

Um bókina

Einleikur á regnboga er fyrsta ljóðabók Steinunnar Ásmundsdóttur, skrifuð þegar hún var tuttugu og þriggja ára gömul. Bókin er sprottin upp úr reynslu Steinunnar af dekkri hliðum lífsins. Bókin lýsir í heild ákveðnu þroskaferli sem vísar til bjartari tíma.

Úr bókinni


Grár dagur

Vindurinn blæs
í andlit,
gráleit híma þau
við veggi
gleymskunnar.
Húskumbaldar
skekjast til,
hljóða þreytulega
undan fargi áranna
- fólksins
sem vindbarið
er sífellt
á undanhaldi.


Mynd

Þungar hugsanir
lögðu blómsveig haturs
um höfuð hennar.

Var ekki óbærileikinn
svo léttur
allt til enda víðáttunnar
og fram af hengiflugi
sannleikans?


Kvölddagskrá til morguns

Er þá rétt að hugsa yfirleitt
um skráargöt hugans?
Lykill horfinn
og vitavonlaust
að sjá inn með aðeins öðru auganu.

Góðan dag!
Tíminn er ómælanlegur,
við hefjum dagskrána
með nýjum lykli:
Opnið
og gjörið svo vel að ganga innfyrir.


Mánudagsmorgunn

Regnið fellur lóðrétt
á svartar gangstéttir
og ilmur gróðursins
lokast inni
í þungum dropunum,
hrapandi á regnhlífar
borgarinnar.
Vitundin mýkist
í gráleitum morgninum
gáruðum vorpollum

rauði gossjálfsalinn
brosir kátur til mín
utan frá götunni.

More from this author

hús á heiðinni kápa

Hús á heiðinni – ljóð frá Þingvöllum (A House on the Heath - poems from Þingvellir)

Á vatnsbakkanum / maður með veiðistöng / og reynir af alefli / að fanga friðsældina.
Read more
dísyrði kápa

Dísyrði (Words of a fairy)

og guðirnir búa á tindinum / jötnar við ræturnar.  
Read more
hin blíða angist kápa

Hin blíða angist – ljóð frá Mexíkó (The gentle anguish - Poems from Mexico)

Ég hef ekki heyrt frá Elsu síðan / og var sagt af þarlendum yfirvöldum / að hún hljóti að vera hugarburður. / Enga konu með þessu nafni / sé nokkurs staðar að finna.
Read more
áratök tímans kápa

Áratök tímans (Oars of time)

Sjö mínarettur bláu moskunnar / hafa vakað yfir bænum fólks / í fjögur hundruð ár..  
Read more
fuglamjólk kápa

Fuglamjólk (Bird Milk)

í húsinu var reimt / en líka alúð og kærleikur / ungæðislegur galsi / við elduðum dýrðlegar máltíðir / sungum margraddað / ljóð Huldu við eldhúsborðið / gáfum fósturkrummanum / gammeldansk úr teskeið / sváfum vært við ugluvæl af heiðinni / söng stelksins á snúrustaurnum / gogg krumma í morgunsárið á rúðuna. .  
Read more
í senn dropi og haf kápa

Í senn dropi og haf (Drop and ocean)

Seint um nóttina hjólaði ég heim / gegnum skógana / drukkin af hamingju / og óhaminni orku / heldur of hratt / og smádýr á veginum / áttu fótum fjör að launa.
Read more
ástarsaga kápa

Ástarsaga (Love Story)

Það varð að segjast að litlu, syfjuðu Reykjavík veitti ekki af smávegis innblæstri og upptakti til að lifna aðeins við og fá fólk út á göturnar þetta haustið. Vinirnir töluðu um hversu hressandi það væri í rauninni, og hreinlega frelsandi, að heyra önnur tungumál og sjá fleiri hörundsliti. Öryggiskröfurnar væru þó algjörlega bilaðar og skrítið og jafnvel ógnvekjandi að sjá allan þann öryggisviðbúnað sem smám saman var að taka á sig mynd í Borgartúninu og alls staðar þar sem Reagan og Gorbatsjev myndu fara um komandi helgi. Um stund hefði mátt halda að Reykjavík væri á pari við gamalgrónar evrópskar heimsborgir.
Read more
manneskjusaga kápa

Manneskjusaga (A Girls Tale)

Saga íslenskrar stúlku frá vöggu til grafar á síðari hluta tuttugustu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu. Í samtíma hennar var enginn skilningur á þeim ósköpum sem hún gekk í gegnum, allt var þagað í hel. Ef til vill var hún ögn á einhverfurófi og stöðugt á skjön við veröld sem var.
Read more