Beint í efni

Sumar í fjörðum : þýdd ljóð

Sumar í fjörðum : þýdd ljóð
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Ljóðkynni
Staður
Reykjavík
Ár
1978
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

60 ljóð eftir grænlensk samtímaskáld í þýðingu Einars Braga. Einar ritaði einnig eftirmála um grænlenska ljóðlist.

Úr Sumar í fjörðum

Skoðið land vort (auglýsing fyrir ferðalanga) e. Arqaluk Lynge

Nokkuð að státa af?
Lítið á þessa stórbrotnu fögru náttúru,
lítið á borgarísjakana,
lítið á túpílakkana,
lítið á grænlendingana,
þessar síbrosandi mannverur,
(lítið ekki á þá) sem standa með hendur í vösum,
lítið á börnin,
litlu hjartaknosarana,
(lítið ekki á fataleppana þeirra).

Nokkuð að státa af?
Lítið á húsin,
eins og líkön
eða leikföng,
en eru þó híbýli manna.

Útborgunardagur (gleymið því):
ölflaska í annarri hendi,
í hinni barn,
grátandi barn.
Lítið á land vort
með dönum
sem allir mæna upp til.
Þeir ganga á fjalviði
og steinsteypu
- hverjum hjálpa þeir?
Lítið á jökla landsins
sem bráðna í viskíinu.
Land vort er stórfenglegt.

(Túpílakkar voru ógnvekjandi sendingar, sem menn mögnuðu á hendur óvinum sínum til að ráða þeim bana; hér notað um vinsæla minjagripi, sem menn skera í tönn, oft af miklu listfengi.)

Fleira eftir sama höfund

Undir norðurljósum

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hjaltlandsljóð

Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Elskar mig - elskar mig ekki

Lesa meira

131.839 slög með bilum

Lesa meira

Öll dagsins glóð

Lesa meira

Hrikalega skrýtnar skepnur: Einvígi varúlfs og dreka

Lesa meira