Um þýðinguna
Undir norðurljósum er sjöunda og síðasta bókin í 7 bóka flokki þar sem Einar Bragi þýðir og kynnir samískan skáldskap. Í bókinni eru ljóð eftir Aagot Vinterbo-Hohr, Ailo Gaup, Inghilda Tapio, Kirsti Paltto, B. Moske, Kati-Claudia Fofonoff, Marry A. Somby, Marion Palmer, Risten Sokki, Mari Boine, Stig Riemmbe Gælok, Inger-Mari Aikio (Ima), Anna-Stina Svakko og Stina Inga, auk stuttra kynninga á skáldunum og formála og eftirmála þýðanda.
Úr Undir norðurljósum
Anna-Stina Svakko:
Kæri vinur
Hér færðu línu
frá dóttur norðurljósanna.
Hróp mitt drynur yfir víðernin,
rekst á fjall feðra þinna
og berst þér að eyrum.
Styrkur þess fyllir tómið
sem efinn skildi eftir.
Styrkur og stolt
eru vopnabræður.
Ná markinu í minn stað.
Megni hugsanir mínar ekki
að brjótast fram,
koma seiglingsorð
þín til hjálpar.
Hryggurinn réttir úr sér
einu sinni enn,
eins og stælt
þrautbeygð birkihrísla.
Gegn vilja sínum ......