Beint í efni

Hátt uppi við Norðurbrún

Hátt uppi við Norðurbrún
Höfundur
Hlín Agnarsdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar, nútímasaga sem greinir frá þerripíunni Öddu Ísabellu sem rekur mínigeðdeild uppi í rúmi í svefnherbergi sínu.

Rúmið hennar gefur vel af sér bæði mannauð og peninga og þaðan stjórnar hún lífi sínu og annarra og er sérfræðingur í sannleikanum um aðra en sjálfa sig.

Úr bókinni

- Það eru engin skilaboð í talhólfinu.
   Adda þoldi ekki þessa klökku harmþrungnu rödd konunnar sem léði talhólfinu rödd sína. Þetta var fullkomin höfnun, enginn hringdi inn á talhólfið þegar maður þurfti mest á því að halda. Hún hafði skotist upp á níundu í fótsnyrtingu til Janínu pólsku sem talaði látlaust um mannréttindamanninn og fyrirhugaðan skilnað hans við þingkonuna sem var búinn að standa til frá því hann og Janína kynntust en Adda Ísabella veit betur, hann skilur aldrei við hana. Mannréttindamaðurinn fer ekki að taka saman við fyrrverandi nektardansmær þegar konan hans er með frumvarp í þinginu um að banna klámbúllur.
   Það er langt liðið á daginn fyrir fyrsta vetrardag og Adda Ísabella hefur ekkert heyrt í Karli Jóhanni síðan líf hennar leystist upp í arnarfaðmi hans. Hann hringir ekki og hann svarar engum skilaboðum og Adda Ísabella er ekki með ímeil. Henni fannst nóg að hafa lifandi fólk með óljós skilaboð uppi í rúmi hjá sér svo hún opni ekki lífa fyrir þau í tölvuformi. Og ekki hefur hún komið því í verk að fá sér gemsa svo hún geti sent essemmess. En það er kannski kominn tími á það eins og sonur hennar benti á. Það eina sem vantar upp á að allur almennilegur almenningur geti stundað fullkomnar persónunjósnir er skipun á símtækjum sem heitir HVAR og segir til um hvar sá er staddur sem hringt er til og næsta stig í framþróun persónunjósnanna væri MEÐ HVERJUM. Hún var í silfurskottudragtinni með vínrauðu línuna í andlitinu og í smokkaskónum. Það var ekki laust við að hún yrði döpur þegar hún opnaði ísskápinn og hrærði í sítrónuleginum sem snitselið lá í. Hún sem var búin að hlakka svo til að gefa kájoð rétt steikt snitsel. Hún var staðráðin í að ná rétta litnum, þessum gullna. Hún gat ekki hugsað sér að vera inni í íbúðinni lengur, hún gerði sér upp erindi til þess að komast út úr húsinu í þeirri von að talað yrði inn á talhólfið á meðan. Adda Ísabella fór helst aldrei út úr húsi nema þegar hún fékk fataæði, bókaæði eða vínæði. Í þessa sinn fékk hún njósnaæði. Hún tók símaskrána og fletti upp nafni aubé á Sólvallagötunni. Hún var sannfærð um að horfinn Spánarkonungur væri hjá fyrrum ástkonu sinni og hefði logið því að sambandi þeirra væri lokið. Hana langaði að sjá þessa aubé í eigin persónu.

(s. 56-57)

Fleira eftir sama höfund

Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins

Flóttamenn

Leikritið Flóttamenn var skrifað 2011 og leiklesið 2016 í Scandinavian House á Park Avenue í New York á vegumScandinavianAmericanTheaterCompany.. .  
Lesa meira
Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins

Konur skelfa

Leikritið Konur skelfa var sýnt í Borgarleikhúsinu 1996-1997. Leikritið gerist inni á kvennasnyrtingu á skemmtistað í Reykjavík. . .  . .  
Lesa meira

Hilduleikur

Hvaða hjarta var það sem ætlaði að finna heildarlausn á framtíðarskipan hennar mála? Gaman væri að hitta það hjarta, hvar sem það sló. Það hlyti að vera stórt hjarta. Hugsa sér til hreyfings? Framhaldslíf?
Lesa meira
blómin frá maó kápa

Blómin frá Maó

Kjarnmikil íslenskan mín féll Finni má líka einkar vel í geð, sérstaklega kotroski tónninn sem ég erfði frá ömmu og öllu hennar kyni. Það sem gerði þó útslagið var norðlenski framburðurinn, sérstaklega fráblásnu káin, péin og téin í lok sagnorða í lýsingarhætti þátíðar að ógleymdum rödduðu samhljóðunum.
Lesa meira
að láta lífið rætast kápa

Að láta lífið rætast

Þetta er trúnaðarbréf Hlínar Agnarsdóttur til lesenda. Á opinskáan og einlægan hátt segir hún frá sextán ára sambúð með manni sem glímdi við alkóhólisma öll helstu manndómsárin og dó langt fyrir aldur fram úr krabbameini.. .  
Lesa meira
Yfirsjónir

Yfirsjónir

Yfirsjónir er „sagnasveigur um hrollvekjandi nánd“ sem einvörðungu kemur út á Storytel. Í sögunum, sem eru tengdar smásögur, er fjallað um samskipti kynjanna og í þeim öllum er einhvers konar ofbeldi í spilunum.
Lesa meira
einlífi kápa

Einlífi

Samt þráðum við vin, gáfaðan vin, sem væri í djúpu sambandi við eigin tilfinningar, skemmtilegan vin og síðast en ekki síst sem byggi yfir andlegum og líkamlegum kynþokka.
Lesa meira
meydómur kápa

Meydómur

Krakkahópnum á leikvellinum finnst hún ægilega hlægileg með gleraugu, svona óskaplega lítil stelpa á ekki að vera með gleraugu. Það eru bara gamlir karlar og kerlingar sem eru með gleraugu. Hún er kerlingarbarn. Henni finnst hún því eldast langt fyrir aldur fram, ekki vera eins og hinir krakkarnir og ekki nóg með það, hún er með sjónskekkju og gleraugun hennar eru alveg ógurlega sterk.. .  
Lesa meira