Beint í efni

Hrikalega skrýtnar skepnur: Einvígi varúlfs og dreka

Hrikalega skrýtnar skepnur: Einvígi varúlfs og dreka
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Werewolf versus Dragon eftir Matthew Morgan, David Sindan og Guy MacDonald, myndir eftir Jonny Duddle. Þýðandi Ingunn Snædal.

Úr Hrikalega skrýtnar skepnur

Krufningar voru mikilvægur hluti af duldýrafræðunum sem stunduð voru í SGIMS. Þótt það kunni að hljóma hræðilega að skera upp dauðar skepnur, er líka magnað að fylgjast með því. Þannig var hægt að fá vísbendingar um hvernig skepnur lifðu og dóu, og gera vísindalegar uppgötvanir um eðli skepnunnar.
Úlfur elti Heiðveigu þar sem hún opnaði þungu rennihurðina að skrifstofunni. Hún ýtti á rofa og risastórt loftljós kviknaði í miðju herberginu. Það lýsti niður á ferhyrnda stálplötu sem nokkuð djúp renna var grafin í kringum. Þetta var skurðarborðið fyrir stórar skepnur. Upp um alla veggi voru hillur fullar af tækum og tólum til þess að skera og skrúfa, opna og rannsaka.
Læknirinn þvoði sér um hendurnar í vaskinum og setti svo á sig skurðstofuhanska.
„Ertu viss um að þú viljir fylgjast með þessu, Úlfur?“ spurði hún. „Það er ekkert sérstaklega auðvelt.“
„Ekki hafa áhyggjur af mér,“ sagði Úlfur. Hann þvoði sér um hendurnar og þurrkaði þær á stuttermabolnum sínum.
Orson laut undir dyrastafinn og dró drekann á eftir sér.

(bls. 25-26)

Fleira eftir sama höfund

Undir norðurljósum

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hjaltlandsljóð

Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Elskar mig - elskar mig ekki

Lesa meira

131.839 slög með bilum

Lesa meira

Öll dagsins glóð

Lesa meira

Nýsnævi: ljóðaþýðingar

Lesa meira