Um þýðinguna
Einar Bragi þýddi úr samísku.
Úr Hvísla að klettinum
Víðernin okkar – Ailo Gaup
Þetta eru víðernin okkar,
víðerni hreindýrs, melrakka og rjúpu.
Þegar seint tekur fram úr
og sveljan er nöpur
þráum vorið eins og aðrir.
En þegar sól bræðir fannir
og vöxtur hleypur í ár,
vaknar lífsgleði okkar
og rekur fýluna á dyr.
Hér viljum við lifa á okkar máta
í samlyndi við land og guð og menn,
því þetta eru víðernin okkar,
víðerni hreindýrs, melrakka og rjúpu.