Beint í efni

Játningar mjólkurfernuskálds

Játningar mjólkurfernuskálds
Höfundur
Arndís Þórarinsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Barnabækur

um bókina

Játningar mjólkurfernuskálds er drepfyndin saga um fermingarstúlku á villigötum, bleikklæddar kennarasleikjur og svarthærða gothara, sæta spurningakeppnisnörda – og allar spurningarnar sem er svo erfitt að svara.

úr bókinni

Hafragrauturinn næsta morgun var vibrenndur.

Pabbi Tryggvi bauðst ekki til að keyra mig þessa örfáu metra í skólann sem var til frekara marks um það að hann væri í uppnámi. Þeir ætluðu greinilega að tala meira um mig þegar ég var farin. Í huga mér ómuðu á ný hótanir frá því fyrir nokkrum vikum um upptökuheimili og heimavistarskóla úti á landi.

Núna hlutu þeir að leggjast í símann til að útvega mér tíma hjá sálfræðingi - konan frá barnaverndarnefnd hafði sagt fyrir jólin að ég ætti að fara í reglulegt eftirlit á nýja árinu þegar losnaði pláss, en blessunarlega hafði ekkert heyrst af því máli síðan. Ég prísaði mig sæla fyrir ógnarlanga biðlista og hafði hingað til verið að gera mér vonir um að málið myndi bara gleymast.

Pabbi Tryggvi starði tómum augum á mjólkurfernuna sem stóð á borðinu.

Hann hafði alltaf verið svo glaður yfir því hvað ég stóð mig vel í skólanum og var gott dæmi um vel heppnað barn af heimili foreldra af sama kyni.

Ég stóð upp og stakk grautarskálinni í uppþvottavélina og var að lamuast út úr þrúgandi þögninni þegar pabbi Aðalsteinn rauf hana, þungri röddu.

"Hún reynir þó ekki að ljúga. Það hlýtur að vera einhvers virði." Hann leit ekki upp af diskinum. Grautirnn hans hafði komið efst úr pottinum og var því líklega ekki með sama brunabragði og minn. Pabbi Tryggvi sagði ekkert við þessu og ég ákvað að segja ekki neitt heldur. Eins og ég hafði ekkert sagt í gærkvöldi. Nema að ég hefði keypt tóbakið sjálf og að, nei, ég hefði aldrei áður keypt sígarettur.

Ég vafði þykkum, gráum trefli um hálsinn á mér, svona eins og til að bæta upp fyrir húfuleysið, og flýtti mér út, í burtu frá þögninni og vonbrigðunum sem voru í eldhúsinu. Það sem verra var - tilhugsunin um að fara í skólann og horfast í augu við Báru Sif og félaga var enn óþægilegri en að vera heima í þessari djúpu ónáð.

(s. 61-62)

Fleira eftir sama höfund

kollhnís

Kollhnís

Kleinan lítur út eins og marglitur broddgöltur þegar kökuskrautið stendur út úr henni.
Lesa meira

Blokkin á heimsenda

Lesa meira

Innræti

Lesa meira

Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár

Lesa meira
mömmuskipti

Mömmuskipti

Linda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Samfélagsmiðladrottningin mamma hennar tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. Sjálf vill hún helst af öllu fá að vera í friði og æfa parkúr án þess að fólk fatti að hún sé klósettkrakkinn.. . En nú versnar í því! Mamma Lindu er einn af áhrifavöldunum sem keppa um pláss í raunveruleikaþættinum Mömmuskiptum. Barbara systir er æsispennt, pabba virðist standa á sama og enginn hlustar á hávær mótmæli Lindu. Ef allt fer á versta veg fá þau glænýja mömmu í heilan mánuð og heimsbyggðin mun fylgjast með!
Lesa meira

At og aðrar sögur

Smásagnasafnið At og aðrar sögur geymir sextán spennandi draugasögur sem ætlaðar eru lesendum frá 9 ára aldri. Bókin kom út í tengslum við alþjóðlegu barnabókahátíðina Draugur úti í mýri sem haldið var í Norræna húsinu.
Lesa meira

Nærbuxnaverksmiðjan

Lesa meira

Nærbuxnavélmennið

Lesa meira

Lyginni líkast

Lesa meira