Beint í efni

Lúðrasveit Ellu Stínu

Lúðrasveit Ellu Stínu
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Örsögur

Úr Lúðrasveit Ellu Stínu:

Leyndarmálið

Það rann upp fyrir henni, sama dag og hún stóð sjálfa sig að því að skera sig á púls í fylliríi, að eitthvað gæti verið að. Hún skrapp í meðferð og vann bug á áfengisfíkninni en þá lifnaði eyðslufíknin við, svo átfíknin, kynlífsfíknin, vinnufíknin, sjónvarpsfíknin. Fíknirnar læddust að henni úr öllum áttum og með lymskulegum heimsendingum. Henni bárust úttroðnar matarkörfur rétt eins og hún byggi í flóttamannabúðum, grunsamleg klámrit í pósti og fékk svo öran hjartslátt að hún neyddist til að hringja á næturlækni. Svo vissi hún ekki fyrr en hún hafði horft svo lengi á sjónvarpið að sjónvarpið var farið að horfa á hana og hún komst hvorki lönd né strönd því hún vildi alls ekki líta undan. Þannig fylktu fíknirnar liði eins og babúskur eða vatnsdalshólar en eftir stríð og mæðu fann hún fyrir viðkvæmri kviku eins og djúpt í iðrum jarðar og hugsaði sér gott til glóðarinnar. En hver nema þessi baráttuglaða kona sést læðast inná skemmtistað, velja sér fórnarlamb og hvísla um leið og hún heldur svörtum smóking sigri hrósandi á loft: Ég ætlaði bara að vita hvort hann passar. Værirðu nokkuð til í að máta. Það bíður nefnilega límmósína fyrir utan.

(s. 43)

Fleira eftir sama höfund

[Nokkur ljóð]

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira

Íslands þúsund tár

Lesa meira

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Smáprósar í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira