Úr Næturverðinum
Mér hafði verið gefin bókin um Kúrdistan
átján ára
nýbúin að eiga barn
bjó í kjallara
átti mann af Ströndum
sem þá voru að leggjast í eyði.
Skildi aldrei afhverju hann gaf mér þessa bók.
Og ég hafði aldrei lesið hana.
Þegar ég hafði rekist á hana
í bókaskápnum hugsaði ég
að nú yrði ég að lesa hana
hún hafði borist mér sem gjöf
fyrir fjörutíu árum.
Hver gefur kærustunni bók um Kúrdistan?
Uppreisnarmenn í Kúrdistan.
(26-7)