Beint í efni

Ný Jerúsalem

Ný Jerúsalem
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Uusi Jerusalem eftir Antti Tuuri í þýðingu Njarðar.

Um bókina:

Félagarnir Jussi Hakala og Kalli Mäki eru finnskir útflytjendur sem koma til Kanada á kreppuárunum. Áður en þeir stíga af skipsfjöl hafa þeir ráðið sig til vinnu í gullnámunum í Kirkland Lake. Þeir vita hinsvegar ekki að þar stendur yfir verkfall; þeir eiga að aðstoða námueigendur við að brjóta baráttu landa sinna fyrir bættum kjörum á bak aftur.

Úr bókinni:

Við biðum við eina lyftuna, þangað til að okkur kæmi. Junnila sagði okkur að fara inn í lyftuna, sem var eiginlega eins og stórt trog með víra festa á kantana: opið trog sem hlýtur að hafa haft einhvers konar handrið til stuðnings á hliðunum, en þau sá ég ekki, og hafði ekki vit á að skyggnast eftir þess háttar fyrsta daginn.

Í þessu trogi komumst við fyrir allir tíu sem vorum í flokki Junnila, og Junnila sjálfur. Við vorum allir í troginu, sem allt í ienu datt niður, og það voru margir okkar sem ráku upp hljóð og gáfu frá sér raunverulegt skelfingaróp, því að okkur fannst, að lyftan dytti niður í hyldýpi námunnar án þess að hanga í neinum vírum og við værum allir dauðans matur. Margir okkar fleygðu sér niður á lyftubotninn, því að við þorðum ekki að standa og horfa á fallið. Junnila stóð uppréttur og þeir sem höfðu unnið í iðrum jarðar áður. Við hinir lágum og lyftan hrapaði. Hún hrapaði lengi niður í jörðina, í margar mínútur, og mörg námugöng flugu hjá, og þá heyrðist eins og þegar maður slær með flötum lófa fyrir op á víðu röri. Þetta var hljóð, sem maður skildi ekki strax af hverju stafaði, þegar maður lá á trogbotninum og þorði ekki einu sinni að hugsa. Maður beið bara eftir því að hrapið tæki enda og hvernig snarstoppið yrði.

En þegar öllu var á botninn hvolft, þá hékk lyftan í vírum, af því að hún stoppaði. Það var eins og vírarnir teygðust, og ég fékk líka tóm til að óttast að þeir myndu slitna. Vírarnir teygðust marga metra, lyftan lyftist aftur, hossaði nokkrum sinnum þegar vírarnir teygðust og drógust aftur saman í sína réttu lengd, aog að lokum stöðvaðist hún og stóð kyrr. Junnila opnaði grindverkið og gekk út, og þeir sem höfðu staðið og hallað sér upp að handriðinu á gólfinu, þeir fóru líka út. Við hinir bröltum upp úr grjótmylsnu, ryki og skít á gólfinu og dustuðum af okkur, þar sem við stóðum á stallinum, þar sem við vorum skildir eftir.

(62)

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Skrifað í stein

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Niðjamálaráðuneytið

Lesa meira

Må vi få et barn Hr. minister: Ministeriet for befolkningskontrol

Lesa meira

Orð Krists: Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum

Lesa meira

Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu

Lesa meira

Saga leikrit ljóð

Lesa meira

Tao te king: bókin um veginn og dyggðina

Lesa meira