Um bókina
Í útjaðri lítils þorps standa tvö hús; annað þeirra er blámálað og umkringt þéttum trjálundi, hitt er bæði grátt og hrörlegt. Handan við húsin er mýrin, víðáttumikil og hættuleg. Enginn hefur búið í gráa húsinu árum saman en allt í einu birtist þar fjölskylda, pabbi og þríburar. Þau komast fljótt að því að í bláa húsinu býr önnur fjölskylda, strákur og þrjár mömmur. Einhverjir eru líka að pukrast í mýrinni. Líklega vita þau ekki að þar býr ófreskja!
Úr bókinni
Enginn veit hvar ég er, hugsar ófreskjan með sjálfri sér ... og það er nú aldeilis gott! Hérna líður mér stórvel! Mér er nákvæmlega sama um alla og enginn kemur að sjá mig. Hér fæ ég að vera í friði og gera nákvæmlega það sem mér sýnist!
Ófreskjan veit ekki að brátt mun líf hennar breytast heilmikið!
(s. 12)