Beint í efni

Randalín og Mundi í Leynilundi

Randalín og Mundi í Leynilundi
Höfundur
Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Barnabækur

Þórarinn M. Baldursson myndskreytti.

Um bókina

Vinirnir Randalín og Mundi bregða sér út fyrir borgina í nokkra daga og komast þar í kynni við sérkennilegt fólk, forvitnilega fugla og dularfullan nábít sem þau óttast að sé hættulegur.

Úr bókinni

Seinnipart næsta dags tóku Mundi og Randalín strætó áleiðis til Þrastar og Adams. Eins og venjulega var Randalín berfætt í doppóttu gúmmístígvélunum sínum þó að það væri ágætisveður og engin rigning. Þau voru bæði með bakpoka með aukafötum, tannbursta og ýmsu smálegu sem gott getur verið að hafa með sér þegar maður fer í nokkurra daga ferðalag. Randalín var með dagbókina, hún hafði skrifað ýmislegt í hana um morguninn. Henni fannst ekki ósennilegt að hún þyrfti að skrifa eitthvað þessa daga sem þau Mundi yrðu í sveitinni hjá Adami og Þresti. Þau langaði að taka kristalskúluna með en Konráð Lúðvík ráðlagði þeim að skilja hana eftir svo hún myndi ekki brotna og auk þess var hún ansi þung. Þau féllust á það og hann setti hana upp á hillu í herbergi Randalínar. Þar stóð kristalskúlan núna og það blikaði á hana.
   Þau fóru út úr strætisvagninum þar sem bílstjórinn hóaði í þau. Hann var vinur pabba Munda, sem ók líka strætó, og Ófeigur hafði beðið hann að láta þau vita hvar þau ættu að fara út. Það var í jaðri nýlegs blokkahverfis. Þar beið Þröstur eftir þeim á gömlum og svolítið ryðguðum jeppa. Það var dálítill spölur að húsinu sem hafði einu sinni verið sumarbústaður en var nú heimili Þrastar og Adams. Fyrst óku þau eftir malbikuðum vegi, síðan beygðu þau inn á malarveg sem lá upp á hæð og þar mátti sjá yfir vatn. Þröstur benti þeim á lítið hús norðan megin við vatnið og sagði að þarna væri húsið og að það héti Leynilundur.

(s. 20-21)

Fleira eftir sama höfund

randalín og mundi : dagar í desember

Randalín og Mundi : Dagar í desember

Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, . gera góðverk og óvart skemmdarverk.
Lesa meira
alger steliþjófur

Alger steliþjófur!

- Hann tók litla dótið, sagði Irma Lóa allt í einu og var greinilega frekar æst. Hann er algjör frekja þessi karl.
Lesa meira

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Lesa meira

Mislæg gatnamót

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Óvissustig

Lesa meira

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Lesa meira

Tilfinningarök

Lesa meira