Beint í efni

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Viti menn
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Barnabækur

Úr Sögunni af Aðalheiði og borðinu blíða:

Einu sinni var lítil stúlka sem hét Aðalheiður og hún þótti nokkuð undarleg í háttum. Aðalheiður litla var ellefu ára og var ávallt klædd ljósbláum kjól með fölbleikum blómum og hún gekk berfætt, hvernig sem viðraði. Einstaka sinnum sást þó til hennar í gúmmístígvélum. Enginn vissi hvar hún átti heima en þó gat verið að hún ætti heima í skúr á baklóð nokkurri hér í borg. Sumir uppástóðu jafnvel að Aðalheiður ætti heima í öllum skúrum borgarinnar, hún færði sig aðeins um set á milli þeirra eftir því sem henni hentaði. En það var mál manna að hún kynni best við sig í skúr einum á Njálsgötunni. Aðalheiður var gráhært barn og batt hárið í fléttur. Hún hafði verið gráhærð eftir því sem menn mundu, menn mundu fyrst eftir Aðalheiði um níu ára aldurinn. Hún byrjaði þá að sjást á götum bæjarins og enginn vissi hvaðan henni hafði skotið niður.

(s. 11-12)

Fleira eftir sama höfund

saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi.
Lesa meira

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira

Íslands þúsund tár

Lesa meira