Beint í efni

Þín eigin hrollvekja

Þín eigin hrollvekja
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Barnabækur

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

um bókina

Þín eigin hrollvekja er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er dimmt og drungalegt kvöld, stútfullt af skrímslum og óvættum. Þú getur rekist á vampírur og varúlfa, uppvakninga og illa anda, brjálaðar brúður og tryllta trúða - allt eftir því hvað þú velur.

úr bókinni

Það er ekki séns að þú ætlir að eyða einni einustu sekúndu lengur en þú þarft inni í þessu húsi.

Þú orgar eins hátt og þú getur og hleypur af stað.

Út úr stofunni.

Stefnir í átt að forstofunni.

Allt í einu heyrirðu svakaleg læti.

Þungir dynkir nálgast óðfluga. Þú stoppar.

"Halló?" segirðu lágt og hlustar. Annar þungur dynkur fylgir í kjölfarið. "Hver er þetta?" hróparðu. "Ef þetta er eitthvert grín þá er þetta ekki fyndið!"

Skyndilega gægist eitthvað stórt og mikið fram á gang innan úr eldhúsinu og starir á þig. Út af rafmagnsleysinu áttu erfitt með að sjá almennilega hvað þetta er, þannig að það tekur þig smástund að fatta hver er að kíkja á þig.

"Ert þetta ..." segirðu og grettir þig ósjálfrátt því þér finnst þetta svo fáránleg setning, "þú, ísskápur?"

Ísskápurinn sem pabbi þinn keypti einu sinni í IKEA svara þér með því að trampa aftur af stað, á fullri ferð. Þú orgar enn hærra og byrjar aftur að hlaupa. Ísskápurinn fylgir á eftir.

Hann fer hættulega hratt yfir, jafnvel þótt það sé nýbúið að kaupa í matinn, og er kominn hættulega nálægt. Þú stefnir í áttina að útidyrahurðinni. Ef þú kemst út hlýtur allt að verða í lagi.

Nema þú kemst ekki út.

Þegar ísskápurinn sér að þú ert alveg að fara að sleppa, lætur hann sig falla fram fyrir sig. Þú hljópst ekki nógu hratt.

Hann kremur þig.

ENDIR.

(s. 129-130)

 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira
Þín eigin saga: Rauðhetta

Þín eigin saga: Rauðhetta

Fjallar um hugrakka stelpu
Lesa meira
skólaslit 2 : dauð viðvörun kápa

Skólaslit 2 : Dauð viðvörun

En þegar hann horfði betur sá hann að það var eitthvað mikið að þeim. Þau voru alblóðug. Munnarnir opnir. Húðin rifin og tætt. Sár alls staðar. Augun sjálflýsandi. Síversnandi veðrið virtist ekki hafa nein áhrif á þau. Þau stóðu á víð og dreif um veginn, slefandi svörtu slími, næstum eins og þau væru að bíða eftir einhverju.
Lesa meira
skólaslit

Skólaslit

Rétt hjá bókasafninu er stór blóðpollur á gólfinu.
Lesa meira
strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Hér segir Ævar Þór Benediktsson okkur söguna af því þegar afi hans varð strandaglópur á Surtsey ásamt vini sínum. Félagarnir standa frammi fyrir ýmsum áskorunum áður en þeim er loksins bjargað. Hér má einnig finna upplýsingar um eldfjöll, íslenska menningu og norræna goðafræði. Sagan er fyndin, fjörleg og næstum því alveg sönn.
Lesa meira
Þín eigin saga Veiðiferðin kápa

Þín eigin saga: Veiðiferðin

Þín eigin saga: Veiðiferðin fjallar um hugrakkan þrumuguð, hrikalega hræddan jötun, glorhungraðan orm − og ÞIG – því þú ræður hvað gerist!
Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira